Dagskrá RIFF kynnt í dag Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. september 2013 16:54 Það var glatt á hjalla á blaðamannafundinum í Tjarnarbíói. Dagskrá RIFF 2013, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, var kynnt á blaðamannafundi í Tjarnarbíói í dag. Þar var dagskrá hátíðarinnar kynnt sem og helstu nýjungar sem bryddað verður upp á í ár. Hátíðin hefst í næstu viku með frumsýningu myndarinnar Svona er sanlitun eftir Róbert Douglas, og lýkur þann 6. október með sýningu myndarinnar Líf Adele, en hún hlaut Gullpálmann í Cannes og er um að ræða Norðurlandafrumsýningu á myndinni. Miðasala á hátíðina hefst á fimmtudaginn og hægt er að nálgast dagskrána á vefsíðu RIFF. Munu sýningar fara fram í stórum sölum í Háskólabíói, Tjarnarbíói og í Norræna húsinu. Einnig verður dagskrá víða annars staðar um borgina - í litlum verslunum, hágreiðslustofum og hótelum - undir nafninu RIFF Around Town. Þá teygir verkefnið RIFF út á landi sig út um allt Ísland. RIFF er nú haldin í tíunda sinn og eiga myndirnar það flestar sammerkt að vera splunkunýjar, margar hverjar heimsfrumsýndar nýlega í Feneyjum og Toronto, og eru sagðar endurspegla það besta sem alþjóðleg kvikmyndagerð hafi upp á að bjóða. Um er að ræða myndir af ýmsu tagi eftir þekkta leikstjóra á borð við Jonathan Demme og Lukas Moodysson og einnig framsæknar kvikmyndir eftir nýja leikstjóra sem keppa um Gyllta lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar. Meðal mynda sem sýndar verða eru Nestisboxið sem sló í gegn í Cannes í vor, Aðeins elskendur eftirlifandi, nýjasta mynd Jim Jarmusch, og Snertur af synd eftir kínverska leikstjórann Jia Zhangke sem tilnefnd var til Gullpálmans. Sérstöku sjónarhorni verður beint að myndum frá Grikklandi í ár. Verða alls fimm grískar myndir sýndar á hátíðinni, meðal annars kvikmyndin Ungfrú ofbeldi sem fékk verðlaun fyrir besta karlhlutverk í Feneyjum fyrr í mánuðinum. Þá verður fjallað um Grikkland í fræðsludagskrá hátíðarinnar í málþingi þar sem skoðað verður hvernig efnahagsvandamál hafa haft áhrif á kvikmyndagerð Grikklands og Íslands. Meðfram sýningu myndanna er boðið upp á fjölbreytta fræðsludagskrá þar sem tugir erlendra gesta deila fróðleik um kvikmyndir og taka þátt í spurt og svarað eftir sýningar.Lundinn, lukkudýr RIFF, er tíu ára í ár.RIFF sýnir í ár hátt í hundrað myndir í fullri lengd, bæði leiknar myndir og heimildamyndir, auk fjölda stuttmynda. Myndirnar koma frá yfir fjörutíu löndum. Á annað hundrað erlendra gesta úr kvikmyndaheiminum eru væntanlegir til að kynna verk sín eða taka þátt í íslenskum Bransadögum og Talent Lab-smiðjunni sem haldin er samhliða. Í tilefni þess að RIFF er nú haldin í tíunda sinn verða heiðursgestir hátíðarinnar þrír talsins. Þeir eru sænski leikstjórinn Lukas Moodysson og verður nýjasta mynd hans Við erum bestar sýnd á hátíðinni ásamt tveimur eldri verkum hans. Moodyson verður verðlaunaður fyrir framúrskarandi listfengi af borgarstjóranum í Reykjavík þann 26. september. Þá munu bandaríski leikstjórinn James Gray og franski leikstjórinn Laurent Cantet einnig sækja hátíðina heim með gamlar og nýjar myndir í farteskinu og hljóta verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi í kvikmyndum við hátíðlega athöfn hjá forseta Íslands að Bessastöðum þann 2. október. Þá verða haldnir ýmsir sérviðburðir á hátíðinni og má þar nefna: Sundbíó - grínmyndin Airplane verður sýnd í Laugardalslauginni. Grínbíó - endurtalsetning á kvikmyndinni Nýju lífi. Sýning á japönsku anime myndinni The Wind Rises eftir Hayao Miyazaki, í samvinnu við Nexus. Riff Around Town - kvikmyndasýningar á ýmsum stöðum í borginni Hellabíó í Bláfjöllum Heimabíó - Hrafn Gunnlaugsson býður fólki heim til sín og sýnir Óðal feðranna, ásamt umræðum. Meðal nýjunga á hátíðinni í ár er verkefni sem nefnist Earth 101 þar sem RIFF mun bjóða upp á opið málþing þar sem fram koma sumir af fremstu vísindamönnum heims á sviði loftslagsmála ásamt kvikmyndaleikstjórum sem eru gestir á RIFF. Verkefnið, sem er unnið undir forystu Guðna Elíssonar, prófessors við Háskóla Íslands, miðar að því að leiða kvikmyndagerðarmenn og vísindamenn saman til að auka skilning almennings á áhrifum loftslagsbreytinga. Þá vinnur RIFF nú í fyrsta skipti með Centre Pompidou-listamiðstöðinni í París undir formerkjum Hors Pistes-verkefnisins, en það gengur út á að veita framúrskarandi vídeólistamönnum tækifæri á að sýna verk sín. Listamaðurinn sem var valin í verkefnið heitir Ásdís Sif Gunnarsdóttir og verða vídeóverk hennar sýnd í Slippbíói undir merkjum RIFF á meðan á hátíðinni stendur og svo aftur í Centre Pompidou í janúar 2014. Nýlunda á RIFF í ár er einnig samkeppni um bestu mínútumyndina, en þar geta reyndir sem óreyndir spreytt sig á þessu knappa kvikmyndaformi. Þá verða Bransadagar haldnir í annað sinn ásamt kvikmyndasmiðjunni Talent Lab, þar sem íslenskir og erlendir kvikmyndagerðarmenn sem eru að stíga sín fyrstu spor deila hugmyndum sínum. Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Dagskrá RIFF 2013, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, var kynnt á blaðamannafundi í Tjarnarbíói í dag. Þar var dagskrá hátíðarinnar kynnt sem og helstu nýjungar sem bryddað verður upp á í ár. Hátíðin hefst í næstu viku með frumsýningu myndarinnar Svona er sanlitun eftir Róbert Douglas, og lýkur þann 6. október með sýningu myndarinnar Líf Adele, en hún hlaut Gullpálmann í Cannes og er um að ræða Norðurlandafrumsýningu á myndinni. Miðasala á hátíðina hefst á fimmtudaginn og hægt er að nálgast dagskrána á vefsíðu RIFF. Munu sýningar fara fram í stórum sölum í Háskólabíói, Tjarnarbíói og í Norræna húsinu. Einnig verður dagskrá víða annars staðar um borgina - í litlum verslunum, hágreiðslustofum og hótelum - undir nafninu RIFF Around Town. Þá teygir verkefnið RIFF út á landi sig út um allt Ísland. RIFF er nú haldin í tíunda sinn og eiga myndirnar það flestar sammerkt að vera splunkunýjar, margar hverjar heimsfrumsýndar nýlega í Feneyjum og Toronto, og eru sagðar endurspegla það besta sem alþjóðleg kvikmyndagerð hafi upp á að bjóða. Um er að ræða myndir af ýmsu tagi eftir þekkta leikstjóra á borð við Jonathan Demme og Lukas Moodysson og einnig framsæknar kvikmyndir eftir nýja leikstjóra sem keppa um Gyllta lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar. Meðal mynda sem sýndar verða eru Nestisboxið sem sló í gegn í Cannes í vor, Aðeins elskendur eftirlifandi, nýjasta mynd Jim Jarmusch, og Snertur af synd eftir kínverska leikstjórann Jia Zhangke sem tilnefnd var til Gullpálmans. Sérstöku sjónarhorni verður beint að myndum frá Grikklandi í ár. Verða alls fimm grískar myndir sýndar á hátíðinni, meðal annars kvikmyndin Ungfrú ofbeldi sem fékk verðlaun fyrir besta karlhlutverk í Feneyjum fyrr í mánuðinum. Þá verður fjallað um Grikkland í fræðsludagskrá hátíðarinnar í málþingi þar sem skoðað verður hvernig efnahagsvandamál hafa haft áhrif á kvikmyndagerð Grikklands og Íslands. Meðfram sýningu myndanna er boðið upp á fjölbreytta fræðsludagskrá þar sem tugir erlendra gesta deila fróðleik um kvikmyndir og taka þátt í spurt og svarað eftir sýningar.Lundinn, lukkudýr RIFF, er tíu ára í ár.RIFF sýnir í ár hátt í hundrað myndir í fullri lengd, bæði leiknar myndir og heimildamyndir, auk fjölda stuttmynda. Myndirnar koma frá yfir fjörutíu löndum. Á annað hundrað erlendra gesta úr kvikmyndaheiminum eru væntanlegir til að kynna verk sín eða taka þátt í íslenskum Bransadögum og Talent Lab-smiðjunni sem haldin er samhliða. Í tilefni þess að RIFF er nú haldin í tíunda sinn verða heiðursgestir hátíðarinnar þrír talsins. Þeir eru sænski leikstjórinn Lukas Moodysson og verður nýjasta mynd hans Við erum bestar sýnd á hátíðinni ásamt tveimur eldri verkum hans. Moodyson verður verðlaunaður fyrir framúrskarandi listfengi af borgarstjóranum í Reykjavík þann 26. september. Þá munu bandaríski leikstjórinn James Gray og franski leikstjórinn Laurent Cantet einnig sækja hátíðina heim með gamlar og nýjar myndir í farteskinu og hljóta verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi í kvikmyndum við hátíðlega athöfn hjá forseta Íslands að Bessastöðum þann 2. október. Þá verða haldnir ýmsir sérviðburðir á hátíðinni og má þar nefna: Sundbíó - grínmyndin Airplane verður sýnd í Laugardalslauginni. Grínbíó - endurtalsetning á kvikmyndinni Nýju lífi. Sýning á japönsku anime myndinni The Wind Rises eftir Hayao Miyazaki, í samvinnu við Nexus. Riff Around Town - kvikmyndasýningar á ýmsum stöðum í borginni Hellabíó í Bláfjöllum Heimabíó - Hrafn Gunnlaugsson býður fólki heim til sín og sýnir Óðal feðranna, ásamt umræðum. Meðal nýjunga á hátíðinni í ár er verkefni sem nefnist Earth 101 þar sem RIFF mun bjóða upp á opið málþing þar sem fram koma sumir af fremstu vísindamönnum heims á sviði loftslagsmála ásamt kvikmyndaleikstjórum sem eru gestir á RIFF. Verkefnið, sem er unnið undir forystu Guðna Elíssonar, prófessors við Háskóla Íslands, miðar að því að leiða kvikmyndagerðarmenn og vísindamenn saman til að auka skilning almennings á áhrifum loftslagsbreytinga. Þá vinnur RIFF nú í fyrsta skipti með Centre Pompidou-listamiðstöðinni í París undir formerkjum Hors Pistes-verkefnisins, en það gengur út á að veita framúrskarandi vídeólistamönnum tækifæri á að sýna verk sín. Listamaðurinn sem var valin í verkefnið heitir Ásdís Sif Gunnarsdóttir og verða vídeóverk hennar sýnd í Slippbíói undir merkjum RIFF á meðan á hátíðinni stendur og svo aftur í Centre Pompidou í janúar 2014. Nýlunda á RIFF í ár er einnig samkeppni um bestu mínútumyndina, en þar geta reyndir sem óreyndir spreytt sig á þessu knappa kvikmyndaformi. Þá verða Bransadagar haldnir í annað sinn ásamt kvikmyndasmiðjunni Talent Lab, þar sem íslenskir og erlendir kvikmyndagerðarmenn sem eru að stíga sín fyrstu spor deila hugmyndum sínum.
Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira