Vettel hræðir líftóruna úr farþegum Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2013 11:15 Mörgu fólki finnst afar óþægilegt að sitja í bíl sem ekið er á ógnarhraða. Svo er spurningin hvernig því líður ef það sett í bíl með tveimur af allra bestu Formúlu 1 ökumönnum heims akandi venjulegum bílum. Það fékk einmitt þetta fólk sem hér sést að reyna. Aksturinn var partur af leik sem skóframleiðandinn Geox efndi til. Hver þeirra sem sat við hlið ökumannanna Vettel og Buemi frá Red Bull Formúluliðinu hafði unnið 20 skópör frá framleiðandanum, en í hvert skipti sem það rak upp öskur í ökuferðinni með aksturbrjálæðingunum misstu þau eitt skópar. Sumir enda uppi skólausir, en einn vinningshafanna náði því að reka aldrei upp ramakvein og er því 20 skópörum ríkari. Það er alveg þess virði að kíkja á þá skelfingu sem grípur flesta farþega hjá ökuþórunum lunknu. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent
Mörgu fólki finnst afar óþægilegt að sitja í bíl sem ekið er á ógnarhraða. Svo er spurningin hvernig því líður ef það sett í bíl með tveimur af allra bestu Formúlu 1 ökumönnum heims akandi venjulegum bílum. Það fékk einmitt þetta fólk sem hér sést að reyna. Aksturinn var partur af leik sem skóframleiðandinn Geox efndi til. Hver þeirra sem sat við hlið ökumannanna Vettel og Buemi frá Red Bull Formúluliðinu hafði unnið 20 skópör frá framleiðandanum, en í hvert skipti sem það rak upp öskur í ökuferðinni með aksturbrjálæðingunum misstu þau eitt skópar. Sumir enda uppi skólausir, en einn vinningshafanna náði því að reka aldrei upp ramakvein og er því 20 skópörum ríkari. Það er alveg þess virði að kíkja á þá skelfingu sem grípur flesta farþega hjá ökuþórunum lunknu.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent