Vildu ekki Top Gear vegna hávaða Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2013 13:15 Jeremy Clarkson úr Top Gear þáttunum. Ef til vill svona líka gáttaður á ákvörðun bæjaryfirvalda í Gold Coast City. Þrátt fyrir að bílaþátturinn Top Gear sé vinsælasta sjónvarpsefni heims og sýndur í 170 af 190 löndum heims vilja ekki allir hafa hann ofan í sér. Bæjarstjórn í bæ einum í Ástralíu, Gold Coast City, neitaði Jeremy Clarkson um að taka upp senu í þáttinn þar sem hann ætlaði að aka Holden Commodore, átta strokka tryllitæki eftir götum bæjarins. Ástæðan er einföld, bæjarstjórnin vill vernda íbúa bæjarins fyrir þeim hávaða sem akstrinum hefði fylgt. Ekki voru forsvarsmenn Holden fyrirtækisins glaðir með þessa niðurstöðu bæjaryfirvalda og telja hana vera skriffinnskuofræði á hæsta stigi. Skömmum þaðan rigndi yfir skriffinnana, sem hafa úttalað sig sem afar opna fyrir öllum hugmyndum og viðskiptatækifærum, en með gjörðum sínum ekki viljað gera bæinn talsvert frægari með tilkomu Top Gear þar. Ennfremur sögðu Holden menn að íbúar í hverju húsi við götuna sem átti að aka byggju til meiri hávaða með slátturvélum sínum en þess bíll myndi framleiða. Þáttargerðarmenn Top Gear urðu að taka atriðið upp í bænum Warwick, en þar eru skriffinnar greinilega opnari fyrir skemmtilegum uppákomum. Lögreglustjórinn í Gold Coast City var afar svekktur með ákvörðun bæjarstjórnarinnar og telur að bærinn hafa misst af miklu. Hvað skildi Jón Gnarr hafa gert? Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Þrátt fyrir að bílaþátturinn Top Gear sé vinsælasta sjónvarpsefni heims og sýndur í 170 af 190 löndum heims vilja ekki allir hafa hann ofan í sér. Bæjarstjórn í bæ einum í Ástralíu, Gold Coast City, neitaði Jeremy Clarkson um að taka upp senu í þáttinn þar sem hann ætlaði að aka Holden Commodore, átta strokka tryllitæki eftir götum bæjarins. Ástæðan er einföld, bæjarstjórnin vill vernda íbúa bæjarins fyrir þeim hávaða sem akstrinum hefði fylgt. Ekki voru forsvarsmenn Holden fyrirtækisins glaðir með þessa niðurstöðu bæjaryfirvalda og telja hana vera skriffinnskuofræði á hæsta stigi. Skömmum þaðan rigndi yfir skriffinnana, sem hafa úttalað sig sem afar opna fyrir öllum hugmyndum og viðskiptatækifærum, en með gjörðum sínum ekki viljað gera bæinn talsvert frægari með tilkomu Top Gear þar. Ennfremur sögðu Holden menn að íbúar í hverju húsi við götuna sem átti að aka byggju til meiri hávaða með slátturvélum sínum en þess bíll myndi framleiða. Þáttargerðarmenn Top Gear urðu að taka atriðið upp í bænum Warwick, en þar eru skriffinnar greinilega opnari fyrir skemmtilegum uppákomum. Lögreglustjórinn í Gold Coast City var afar svekktur með ákvörðun bæjarstjórnarinnar og telur að bærinn hafa misst af miklu. Hvað skildi Jón Gnarr hafa gert?
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent