Volkswagen Golf V6 á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2013 10:30 Volkswagen Golf R32 með 6 strokka vél. Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar voru V6 vélar fáanlegar í Volkswagen Golf og voru þær öflugustu vélar sem buðust í þessum vinsæla bíl. Nú ætlar Volkswagen að taka upp þráðinn eftir nokkurt hlé og bjóða mjög öfluga V6 vél í Golf, að því er greint er frá í bílablaðinu Autoweek. Endanleg útfærsla þessarar vélar er ekki ljós, en búist er við að hún verði á bilinu 340-450 hestöfl. Ekki þykir líklegt að í boði verði sama vél og sást í Volkswagen Golf á Wörthersee bílahátíðinni í ár, en hann var með 503 hestafla V6 vél með tveimur forþjöppum. Sá bíll skákar Audi RS4 og því þykir ekki liklegt að nýja V6 vélin verði svo öflug. Ennfremur er búist við því að nýja V6 vélin muni líka sjást í Passat, Passat CC og tilvonandi Crossblue jepplingi Volkswagen. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent
Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar voru V6 vélar fáanlegar í Volkswagen Golf og voru þær öflugustu vélar sem buðust í þessum vinsæla bíl. Nú ætlar Volkswagen að taka upp þráðinn eftir nokkurt hlé og bjóða mjög öfluga V6 vél í Golf, að því er greint er frá í bílablaðinu Autoweek. Endanleg útfærsla þessarar vélar er ekki ljós, en búist er við að hún verði á bilinu 340-450 hestöfl. Ekki þykir líklegt að í boði verði sama vél og sást í Volkswagen Golf á Wörthersee bílahátíðinni í ár, en hann var með 503 hestafla V6 vél með tveimur forþjöppum. Sá bíll skákar Audi RS4 og því þykir ekki liklegt að nýja V6 vélin verði svo öflug. Ennfremur er búist við því að nýja V6 vélin muni líka sjást í Passat, Passat CC og tilvonandi Crossblue jepplingi Volkswagen.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent