Big-bang eða Big-hole? Óskar Hallgrímsson skrifar 20. september 2013 15:10 Hópur kennilegra eðlisfræðinga við Perimeter stofnunina í kennilegri eðlisfræði í Kanada, hefur storkað hugmyndum okkar um uppruna alheimsins. Eðlisfræðingarnir telja að alheimurinn þurfi ekki endilega að hafa orðið til í Miklahvelli og hafa sett fram þá hugmynd að þegar fjórvíð stjarna féll ofan í svarthol hafi heimurinn orðið til úr leifum hennar.Áður en lengra er haldið og reiður múgur stjörnufræðinörda og vísindaáhugamanna brennir höfuðstöðvar Harmageddon fyrir villutrú, er betra að taka skýrt fram að enginn veit neitt af þessu fyrir vissi. Ekki nokkur maður var á staðnum þegar heimurinn varð til og það besta sem við getum gert er að líta á þau gögn sem við höfum undir höndum og sett fram tilgátur. Þetta er aðeins ein af mörgum.Helsta vandamálið við Miklahvellskenninguna er að til þess að hún gangi upp, þurfum við að gera ráð fyrir að heimurinn hafi allur komist fyrir í óendanlega þéttum en örsmáum punkti. Heimurinn þandist síðan út út frá þessum punkti á ógnarhraða. Einnig er erfitt að skýra hvers vegna hitastig alheimsins er eins jafnt og raun ber vitni, því aldur alheimsins er ekki nægilegur — að því er við best vitum – til að hann nái varmajafnvægi. Það sem að eðlisfræðingarnir leggja til er:Að þrívíður heimurinn svífi ofan á himnu í „heildaralheimi“ sem hefur fjórar víddir (ef ykkur er líka illt í hausnum við að lesa þetta, reynið þá að hugsa ykkur tvívíðan heim sem staðsettur er í þrívíðum heimi).Hafi fjórvíði heildarheimurinn fjórvíðar stjörnur, gætu þær gengið í gegnum sömu lífsferla og stjörnurnar í þrívíða heiminum sem við könnumst við. Massamestu stjörnurnar myndu springa og varpa ytri efnishjúpum sínum út í geiminn en innviðirnir féllu saman og yrðu að svartholum.Fjórvíða svartholið hefði sjóndeild (event horizon), rétt eins og þrívíð svarthol. Sjóndeildin eru mörk innri og ytri hluta svartholsins. Hver sem hættir sér inn fyrir þau kemst aldrei burt aftur.Í þrívíðum heimi birtist sjóndeildin sem tvívítt yfirborð. Í fjórvíðum heimi væri sjóndeildin þrívítt fyrirbæri sem kallast „hypersphere“.Þegar fjórvíð stjarna springur, mynda leifarnar þrívíða himnu í kringum þrívíða sjóndeild og þenst síðan út.Nokkurn veginn svona hljómar þessi tilgáta. Hvort einhver venjulegur einstaklingur skilji hins vegar hvað verið er að tala um er annað mál. Hægt er að sjá grein phys.org um málið hérna. Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar stórslasaður eftir fagnaðarlæti Harmageddon Íslam í Reykjavík - seinni hluti Harmageddon Chicane heillaðist af Vigri í frakklandi Harmageddon Metallica í Heimsmetabók Guinness Harmageddon Jón Gnarr telur heiminn bættari án trúarbragða Harmageddon Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Harmageddon Forréttindi að búa til tónlist Harmageddon Vísindakirkjan svindlaði sér inn í Superbowl Harmageddon Vildi ekki að persónulegir brestir vörpuðu skugga á störf Pírata Harmageddon 5 bestu Eurovision-lögin sem unnu ekki undankeppnina á Íslandi Harmageddon
Hópur kennilegra eðlisfræðinga við Perimeter stofnunina í kennilegri eðlisfræði í Kanada, hefur storkað hugmyndum okkar um uppruna alheimsins. Eðlisfræðingarnir telja að alheimurinn þurfi ekki endilega að hafa orðið til í Miklahvelli og hafa sett fram þá hugmynd að þegar fjórvíð stjarna féll ofan í svarthol hafi heimurinn orðið til úr leifum hennar.Áður en lengra er haldið og reiður múgur stjörnufræðinörda og vísindaáhugamanna brennir höfuðstöðvar Harmageddon fyrir villutrú, er betra að taka skýrt fram að enginn veit neitt af þessu fyrir vissi. Ekki nokkur maður var á staðnum þegar heimurinn varð til og það besta sem við getum gert er að líta á þau gögn sem við höfum undir höndum og sett fram tilgátur. Þetta er aðeins ein af mörgum.Helsta vandamálið við Miklahvellskenninguna er að til þess að hún gangi upp, þurfum við að gera ráð fyrir að heimurinn hafi allur komist fyrir í óendanlega þéttum en örsmáum punkti. Heimurinn þandist síðan út út frá þessum punkti á ógnarhraða. Einnig er erfitt að skýra hvers vegna hitastig alheimsins er eins jafnt og raun ber vitni, því aldur alheimsins er ekki nægilegur — að því er við best vitum – til að hann nái varmajafnvægi. Það sem að eðlisfræðingarnir leggja til er:Að þrívíður heimurinn svífi ofan á himnu í „heildaralheimi“ sem hefur fjórar víddir (ef ykkur er líka illt í hausnum við að lesa þetta, reynið þá að hugsa ykkur tvívíðan heim sem staðsettur er í þrívíðum heimi).Hafi fjórvíði heildarheimurinn fjórvíðar stjörnur, gætu þær gengið í gegnum sömu lífsferla og stjörnurnar í þrívíða heiminum sem við könnumst við. Massamestu stjörnurnar myndu springa og varpa ytri efnishjúpum sínum út í geiminn en innviðirnir féllu saman og yrðu að svartholum.Fjórvíða svartholið hefði sjóndeild (event horizon), rétt eins og þrívíð svarthol. Sjóndeildin eru mörk innri og ytri hluta svartholsins. Hver sem hættir sér inn fyrir þau kemst aldrei burt aftur.Í þrívíðum heimi birtist sjóndeildin sem tvívítt yfirborð. Í fjórvíðum heimi væri sjóndeildin þrívítt fyrirbæri sem kallast „hypersphere“.Þegar fjórvíð stjarna springur, mynda leifarnar þrívíða himnu í kringum þrívíða sjóndeild og þenst síðan út.Nokkurn veginn svona hljómar þessi tilgáta. Hvort einhver venjulegur einstaklingur skilji hins vegar hvað verið er að tala um er annað mál. Hægt er að sjá grein phys.org um málið hérna.
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar stórslasaður eftir fagnaðarlæti Harmageddon Íslam í Reykjavík - seinni hluti Harmageddon Chicane heillaðist af Vigri í frakklandi Harmageddon Metallica í Heimsmetabók Guinness Harmageddon Jón Gnarr telur heiminn bættari án trúarbragða Harmageddon Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Harmageddon Forréttindi að búa til tónlist Harmageddon Vísindakirkjan svindlaði sér inn í Superbowl Harmageddon Vildi ekki að persónulegir brestir vörpuðu skugga á störf Pírata Harmageddon 5 bestu Eurovision-lögin sem unnu ekki undankeppnina á Íslandi Harmageddon