Fimm tíma klám á Cannes Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2013 14:54 Nymphomaniac fjallar um konu sem hefur greint sjálfa sig sem kynlífsfíkil og segir erótíska sögu sína frá fæðingu til fimmtugs. Danski leikstjórinn Lars Von Trier kann að vekja athygli. Fyrir tveimur árum lét hann svo ósmekkleg ummæli um nasista falla á kvikmyndahátíðinni í Cannes að hann var settur í bann. Samkvæmt Guardian mun hann mæta aftur til leiks á kvikmyndahátíðina næsta vor með frumsýningu á nýjustu mynd sinni, Nymphomaniac. Myndin hefur vakið athygli fyrir svo grófar kynlíssenur að tölvutækni er notuð til að klippa höfuð aðalleikaranna við klámmyndaleikara, sem sjá um grófustu atriðin í myndinni. Lars Von Trier gerði myndina í tveimur mismunandi grófum útgáfum og er henni skipt í tvo hluta. Hann mun sýna grófari útgáfuna á hátíðinni og sýna báða hlutana í einu, samtals fimm klukkustunda kvikmyndaverk. Í myndinni leikur Charlotte Gainsbourg kynlífsfíkilinn Joe, sem segir erótíska sögu sína frá fæðingu til fimmtugs. Nymphomaniac verður frumsýnd í Danmörku um jólin, en það verður að öllum líkindum ljósbláa útgáfan af myndinni þar sem Lars Von Trier vill geyma grófari útgáfuna fyrir Cannes. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Danski leikstjórinn Lars Von Trier kann að vekja athygli. Fyrir tveimur árum lét hann svo ósmekkleg ummæli um nasista falla á kvikmyndahátíðinni í Cannes að hann var settur í bann. Samkvæmt Guardian mun hann mæta aftur til leiks á kvikmyndahátíðina næsta vor með frumsýningu á nýjustu mynd sinni, Nymphomaniac. Myndin hefur vakið athygli fyrir svo grófar kynlíssenur að tölvutækni er notuð til að klippa höfuð aðalleikaranna við klámmyndaleikara, sem sjá um grófustu atriðin í myndinni. Lars Von Trier gerði myndina í tveimur mismunandi grófum útgáfum og er henni skipt í tvo hluta. Hann mun sýna grófari útgáfuna á hátíðinni og sýna báða hlutana í einu, samtals fimm klukkustunda kvikmyndaverk. Í myndinni leikur Charlotte Gainsbourg kynlífsfíkilinn Joe, sem segir erótíska sögu sína frá fæðingu til fimmtugs. Nymphomaniac verður frumsýnd í Danmörku um jólin, en það verður að öllum líkindum ljósbláa útgáfan af myndinni þar sem Lars Von Trier vill geyma grófari útgáfuna fyrir Cannes.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira