200% aukning á sölu rafmagnsbíla í BNA Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2013 16:15 Nissan Leaf selst nú vel í Bandaríkjunum. Um síðustu helgi var haldinn í þriðja sinn dagur rafmagnsbílsins í heiminum. Sérstök dagskrá var í einum 95 borgum í tilefni þessa, flestum þó í Bandaríkjunum og Kanada. Feykileg fjölgun rafmagnsbíla hefur orðið í Bandaríkjunum á síðustu árum og er meðaltalsaukningin 200%. Árið 2011 seldust þar 10.000 bílar, 34.000 árið 2012 og nú í ár hafa selst 87.000 rafmagnsbílar og enn eftir 3 mánuðir. Í desember árið 2010 seldust 345 rafmagnsbílar vestanhafs, en 11.000 í síðasta mánuði. Bara Nissan Leaf hefur nú selst í 35.000 eintökum þar og aukningin á milli ára er 317%. Bílgerðum í rafmagnsbílum hefur fjölgað að sama skapi, en þær voru aðeins 7 árið 2010, 13 árið 2011, 20 í fyrra og 28 í ár. Svo virðist því að í bensínlandinu fræga eigi rafmagnsbílar mjög uppá pallborðið nú, enda víða miklar hvatar í boði við kaup á slíkum bílum. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent
Um síðustu helgi var haldinn í þriðja sinn dagur rafmagnsbílsins í heiminum. Sérstök dagskrá var í einum 95 borgum í tilefni þessa, flestum þó í Bandaríkjunum og Kanada. Feykileg fjölgun rafmagnsbíla hefur orðið í Bandaríkjunum á síðustu árum og er meðaltalsaukningin 200%. Árið 2011 seldust þar 10.000 bílar, 34.000 árið 2012 og nú í ár hafa selst 87.000 rafmagnsbílar og enn eftir 3 mánuðir. Í desember árið 2010 seldust 345 rafmagnsbílar vestanhafs, en 11.000 í síðasta mánuði. Bara Nissan Leaf hefur nú selst í 35.000 eintökum þar og aukningin á milli ára er 317%. Bílgerðum í rafmagnsbílum hefur fjölgað að sama skapi, en þær voru aðeins 7 árið 2010, 13 árið 2011, 20 í fyrra og 28 í ár. Svo virðist því að í bensínlandinu fræga eigi rafmagnsbílar mjög uppá pallborðið nú, enda víða miklar hvatar í boði við kaup á slíkum bílum.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent