Flottur Chrysler sem aldrei varð Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2013 14:15 Árið 2004 þegar Chrysler tilheyrði Daimler samsteypunni, sem er móðurfélag Mercedes Benz, urðu til nokkrir spennandi bílar á teikniborði Chrysler. Sumir þeirra fóru í framleiðslu, eins og Chrysler 300C, Chrysler Crossfire og Chrysler Pacifica fjölnotabíllinn. Aðrir náðu því bara að vera smíðaðir sem tilraunaeintök og þessi flotti Chrysler ME-Four Twelve Concept var einn þeirra. Hann var sannkallaður ofurbíll með V12 tólf strokka vél frá Mercedes Benz sem var miðjusett í bílnum. Hann var fær um að ná 100 km hraða á 2,9 sekúndum og 160 km hraða á 6,2 sekúndum með sín 850 hestöfl. Hann hefði hæglega geta keppt við ofurbíla þess tíma eins og Ferrari Enzo. Sprengirými vélarinnar, sem var frá AMG hluta Benz, var 6 lítrar. Bíllinn var afturhjóladrifinn og tengdur við 7 gíra skiptingu sem skipta mátti með flipum á stýrinu. Yfirbygging bílsins var að mestu úr koltrefjum og áli og vóg bíllinn aðeins 1.310 kíló, þótt nokkuð stór væri, en var þó aðeins ætlaður 2 farþegum. Bíllinn fór samt aldrei í framleiðslu. Daimler varð síðan að selja Chrysler með umtalsverðu tapi og eignarhaldið var álitið mikil mistök. Þó hagnaðist Chrysler árin 2004 og 2005, en eftir það fór að síga á ógæfuhliðina. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent
Árið 2004 þegar Chrysler tilheyrði Daimler samsteypunni, sem er móðurfélag Mercedes Benz, urðu til nokkrir spennandi bílar á teikniborði Chrysler. Sumir þeirra fóru í framleiðslu, eins og Chrysler 300C, Chrysler Crossfire og Chrysler Pacifica fjölnotabíllinn. Aðrir náðu því bara að vera smíðaðir sem tilraunaeintök og þessi flotti Chrysler ME-Four Twelve Concept var einn þeirra. Hann var sannkallaður ofurbíll með V12 tólf strokka vél frá Mercedes Benz sem var miðjusett í bílnum. Hann var fær um að ná 100 km hraða á 2,9 sekúndum og 160 km hraða á 6,2 sekúndum með sín 850 hestöfl. Hann hefði hæglega geta keppt við ofurbíla þess tíma eins og Ferrari Enzo. Sprengirými vélarinnar, sem var frá AMG hluta Benz, var 6 lítrar. Bíllinn var afturhjóladrifinn og tengdur við 7 gíra skiptingu sem skipta mátti með flipum á stýrinu. Yfirbygging bílsins var að mestu úr koltrefjum og áli og vóg bíllinn aðeins 1.310 kíló, þótt nokkuð stór væri, en var þó aðeins ætlaður 2 farþegum. Bíllinn fór samt aldrei í framleiðslu. Daimler varð síðan að selja Chrysler með umtalsverðu tapi og eignarhaldið var álitið mikil mistök. Þó hagnaðist Chrysler árin 2004 og 2005, en eftir það fór að síga á ógæfuhliðina.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent