Leikstjóri hommakláms sýnir á RIFF Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. september 2013 12:39 Myndin Gamlingjagirnd (Gerontophilia) verður sýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni í kvöld en hún er nýjasta mynd kanadíska leikstjórans Bruce LaBruce. LaBruce er umdeildur kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur, leikstjóri, ljósmyndari og listamaður, starfandi í Toronto. LaBruce verður viðstaddur sýninguna og mun svara spurningum úr sal að henni lokinni. „Það er algjör tilviljun að Bruce sé staddur á landinu nú strax á eftir Hátíð vonar,“ segir í tilkynningu frá RIFF þar sem segir að myndir hans séu „hómóerótískar í meira lagi og blandaðar ofbeldi og afbrigðilegheitum“. LaBruce hefur haft þann háttinn á að gera tvær útgáfur af myndum sínum, eina listræna og aðra sem telst til hommakláms. Meðal fyrri mynda LaBruce eru Skin Flick og The Raspberry Reich, og eftir að sú síðarnefnda var frumsýnd á Sundance-hátíðinni og kvikmyndahátíðinni í Berlín var hún sýnd á yfir 150 hátíðum. Gamlingjagirnd verður sýnd í listrænni útgáfu á RIFF og fjallar hún um óvenjulega drenginn Lake. Hann er ungur maður með gamla sál og hrífst af gömlum mönnum. Hann sér fegurð í aldri þeirra og veltir því stundum fyrir sér hvort árátta hans fyrir gömlum mönnum sé ónáttúruleg eða óheilbrigð - eða jafnvel kynferðisleg. Stuttu eftir að hann tekur að sér stjórnunarstarf á elliheimili leggur hann í langferðalag með einum vistmanna. Myndin er sýnd klukkan 21:30 í Háskólabíói. Post by Lífið á Visir.is. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Myndin Gamlingjagirnd (Gerontophilia) verður sýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni í kvöld en hún er nýjasta mynd kanadíska leikstjórans Bruce LaBruce. LaBruce er umdeildur kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur, leikstjóri, ljósmyndari og listamaður, starfandi í Toronto. LaBruce verður viðstaddur sýninguna og mun svara spurningum úr sal að henni lokinni. „Það er algjör tilviljun að Bruce sé staddur á landinu nú strax á eftir Hátíð vonar,“ segir í tilkynningu frá RIFF þar sem segir að myndir hans séu „hómóerótískar í meira lagi og blandaðar ofbeldi og afbrigðilegheitum“. LaBruce hefur haft þann háttinn á að gera tvær útgáfur af myndum sínum, eina listræna og aðra sem telst til hommakláms. Meðal fyrri mynda LaBruce eru Skin Flick og The Raspberry Reich, og eftir að sú síðarnefnda var frumsýnd á Sundance-hátíðinni og kvikmyndahátíðinni í Berlín var hún sýnd á yfir 150 hátíðum. Gamlingjagirnd verður sýnd í listrænni útgáfu á RIFF og fjallar hún um óvenjulega drenginn Lake. Hann er ungur maður með gamla sál og hrífst af gömlum mönnum. Hann sér fegurð í aldri þeirra og veltir því stundum fyrir sér hvort árátta hans fyrir gömlum mönnum sé ónáttúruleg eða óheilbrigð - eða jafnvel kynferðisleg. Stuttu eftir að hann tekur að sér stjórnunarstarf á elliheimili leggur hann í langferðalag með einum vistmanna. Myndin er sýnd klukkan 21:30 í Háskólabíói. Post by Lífið á Visir.is.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira