Prjónaði friðarpeysur fyrir Yoko Ono og Jón Gnarr Kristján Hjálmarsson skrifar 10. október 2013 07:00 Friðrika Sæmundsdóttir prjónaði peysuna sem Yoko Ono skartaði í Viðey í gær. Mynd/Vilhelm „Þetta er mögulega toppurinn á prjónaferlinum. Ég hugsa að ég geti nú sest í helgan stein,“ segir Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikkona sem prjónaði forlátar lopapeysur með friðarmerkinu á fyrir Jón Gnarr borgarstjóra og tónlistarkonuna Yoko Ono. Jón og Yoko klæddust bæði peysum þegar friðarsúlan var tendruð í Viðey í sjötta sinn í gær, á afmælisdegi John Lennons. Þetta eru þó ekki einu peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað því hún á líka heiðurinn að lopapeysu borgarstjórans með anarkistamerkinu sem og peysunni með sjálfu skjaldarmerki höfuðborgarinnar. Báðar peysur hafa vakið mikla athygli. „Ég og Jóka konan hans Jóns erum vinir og þannig hófst allt þetta peysuævintýri," útskýrir Jóhanna Friðrika. „Ég prjónaði peysuna með anarkistamerkinu þegar hann var nýtekinn við. Það var svona „fuck the system“. Þegar það voru allir farnir að ráðast á hann prjónaði ég hins vegar Reykjavíkurborgarpeysuna sem á að vera einhverskonar skjöldur." Jóhanna Friðrika segir að friðarmerkispeysan hafi átt að vera hluti af seríu borgarstjórans og eigi að tákn ást og frið fyrir allt mannkyn. Þegar Yoko hafi hins vegar átt afmæli hafi sú hugmynd kviknað hjá Jóni og Jóku konu hans að gefa henni slíka peysu. Hún hafi síðan fengið peysuna þegar hún kom til landsins.“ Þegar Vísir náði tali af Jóhönnu Friðriku í gærkvöldi var hún nýkomin úr Viðey. „Þetta er búið að vera æðislegur dagur. Ég var að koma úr æðislegri ferð úr Viðey og ég var í allan dag í Höfða," segir prjónakonan sem fékk einnig að hitta sjálfa Yoko Ono. „Hún var svakalega ánægð með peysuna og ég var rosalega ánægð að hún skildi passa. Ég fór og gúgglaði „Yoko Ono size“ og sem fer passaði hún.“Jón Gnarr og peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað á hann.Yoko tjáði Jóhönnu Friðriku að hún hefði sjálf prjónað í gamla daga. Svo heppilega vildi til að kortið sem fylgdi peysunni var vinnuplagg Jóhönnu að peysunni - þar sem hún var búinn að teikna písmerkið og telja út allar umferðir. „Yoko var afskaplega ánægð með kortið og sagðist geta farið að prjóna á ný.“ Jóhanna Friðrika vinnur á Hannesarholti þar sem hún bakar brauð og kökur. Hún er auk þess í mastersnámi í ritlist í háskólanum. „Þetta er arfleið í kvenlegg. Mamma er mikill prjónari og amma líka. Ég hef líka mikinn metnað í að gera prjónaskap hátt undir höfði því þetta er svo merkileg arfleið. Það eru í raun mjög fáar konur sem prjóna ekki en því miður er alltaf verið að gera lítið úr handverkinu," segir Jóhanna Friðrika. „Fyrir mér er prjónaskapurin svolítið eins og að hugleiða. Það er svo margt sem fer í gegnum hugann. Ég hef til dæmis lent í því að ætla að prjóna eitthvað á sjálfa mig en svo fer ég kannski að hugsa um einhvern annan á meðan ég prjóna flíkina. Þegar hún er svo tilbún get ég ekki farið í hana því hún er ætluðu einhverjum öðrum.“ Eins og gefur að skilja hefur mikið verið rætt um peysur borgarstjórans hjá samstarfsfólki hans í borgarstjórna. Jóhanna Friðrika hitti mörg hver í fyrsta skipti í dag. „Bjössi aðstoðarmaður Jóns varð mjög hissa þegar hann komst að því að ég hafði verið að prjóna peysurnar. Hann hélt alltaf að það hefði verið sjötug kona," segir Jóhanna Friðrika og skellir upp úr. Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
„Þetta er mögulega toppurinn á prjónaferlinum. Ég hugsa að ég geti nú sest í helgan stein,“ segir Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikkona sem prjónaði forlátar lopapeysur með friðarmerkinu á fyrir Jón Gnarr borgarstjóra og tónlistarkonuna Yoko Ono. Jón og Yoko klæddust bæði peysum þegar friðarsúlan var tendruð í Viðey í sjötta sinn í gær, á afmælisdegi John Lennons. Þetta eru þó ekki einu peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað því hún á líka heiðurinn að lopapeysu borgarstjórans með anarkistamerkinu sem og peysunni með sjálfu skjaldarmerki höfuðborgarinnar. Báðar peysur hafa vakið mikla athygli. „Ég og Jóka konan hans Jóns erum vinir og þannig hófst allt þetta peysuævintýri," útskýrir Jóhanna Friðrika. „Ég prjónaði peysuna með anarkistamerkinu þegar hann var nýtekinn við. Það var svona „fuck the system“. Þegar það voru allir farnir að ráðast á hann prjónaði ég hins vegar Reykjavíkurborgarpeysuna sem á að vera einhverskonar skjöldur." Jóhanna Friðrika segir að friðarmerkispeysan hafi átt að vera hluti af seríu borgarstjórans og eigi að tákn ást og frið fyrir allt mannkyn. Þegar Yoko hafi hins vegar átt afmæli hafi sú hugmynd kviknað hjá Jóni og Jóku konu hans að gefa henni slíka peysu. Hún hafi síðan fengið peysuna þegar hún kom til landsins.“ Þegar Vísir náði tali af Jóhönnu Friðriku í gærkvöldi var hún nýkomin úr Viðey. „Þetta er búið að vera æðislegur dagur. Ég var að koma úr æðislegri ferð úr Viðey og ég var í allan dag í Höfða," segir prjónakonan sem fékk einnig að hitta sjálfa Yoko Ono. „Hún var svakalega ánægð með peysuna og ég var rosalega ánægð að hún skildi passa. Ég fór og gúgglaði „Yoko Ono size“ og sem fer passaði hún.“Jón Gnarr og peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað á hann.Yoko tjáði Jóhönnu Friðriku að hún hefði sjálf prjónað í gamla daga. Svo heppilega vildi til að kortið sem fylgdi peysunni var vinnuplagg Jóhönnu að peysunni - þar sem hún var búinn að teikna písmerkið og telja út allar umferðir. „Yoko var afskaplega ánægð með kortið og sagðist geta farið að prjóna á ný.“ Jóhanna Friðrika vinnur á Hannesarholti þar sem hún bakar brauð og kökur. Hún er auk þess í mastersnámi í ritlist í háskólanum. „Þetta er arfleið í kvenlegg. Mamma er mikill prjónari og amma líka. Ég hef líka mikinn metnað í að gera prjónaskap hátt undir höfði því þetta er svo merkileg arfleið. Það eru í raun mjög fáar konur sem prjóna ekki en því miður er alltaf verið að gera lítið úr handverkinu," segir Jóhanna Friðrika. „Fyrir mér er prjónaskapurin svolítið eins og að hugleiða. Það er svo margt sem fer í gegnum hugann. Ég hef til dæmis lent í því að ætla að prjóna eitthvað á sjálfa mig en svo fer ég kannski að hugsa um einhvern annan á meðan ég prjóna flíkina. Þegar hún er svo tilbún get ég ekki farið í hana því hún er ætluðu einhverjum öðrum.“ Eins og gefur að skilja hefur mikið verið rætt um peysur borgarstjórans hjá samstarfsfólki hans í borgarstjórna. Jóhanna Friðrika hitti mörg hver í fyrsta skipti í dag. „Bjössi aðstoðarmaður Jóns varð mjög hissa þegar hann komst að því að ég hafði verið að prjóna peysurnar. Hann hélt alltaf að það hefði verið sjötug kona," segir Jóhanna Friðrika og skellir upp úr.
Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira