BMW 2 leysir af BMW 1 Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2013 13:15 BMW hyggst afleggja 1-línu bíla sína en leysa þá af með nýrri 2-línu. BMW M235i verður sannarlega með krafta í kögglum því hann verður sneggri en 5 sekúndur í hundraðið. Enda verður hann með 322 hestafla vél, 3,0 lítra og 6 strokka. Hann mun kosta rétt undir 50.000 dollurum í Bandaríkjunum. BMW mun einnig bjóða BMW 220i og BMW 220d, sem er dísildrifinn. BMW 220i verður með 2,0 lítra vél með túrbínu og 180 hestöfl hans duga til að koma honum í hundrað á 7 sekúndum. Sá bíll verður boðinn eitthvað undir 36.000 dollurum. Búist er einnig við því að BMW 228i verði í boði síðar meir. Sala BMW 2-línunnar mun hefjast næsta vor. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent
BMW hyggst afleggja 1-línu bíla sína en leysa þá af með nýrri 2-línu. BMW M235i verður sannarlega með krafta í kögglum því hann verður sneggri en 5 sekúndur í hundraðið. Enda verður hann með 322 hestafla vél, 3,0 lítra og 6 strokka. Hann mun kosta rétt undir 50.000 dollurum í Bandaríkjunum. BMW mun einnig bjóða BMW 220i og BMW 220d, sem er dísildrifinn. BMW 220i verður með 2,0 lítra vél með túrbínu og 180 hestöfl hans duga til að koma honum í hundrað á 7 sekúndum. Sá bíll verður boðinn eitthvað undir 36.000 dollurum. Búist er einnig við því að BMW 228i verði í boði síðar meir. Sala BMW 2-línunnar mun hefjast næsta vor.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent