Bíllakk sem breytir um lit Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2013 08:45 Ekki er víst að mikil eftirspurn verði eftir bíllakki sem breytir um lit eftir hitastigi, þó verður að segjast að það er hreint með ólíkindum að sjá hve hratt það gerist. Það er fyrirtækið Auto Kandy í Bretlandi sem býður nú uppá svona lakk. Ef köldu vatni er hellt yfir þennan Nissan Skyline GT-R bíl breytist appelsínuguli litur hans í svarbrúnan. Gerist það svo hratt að undrum sætir. Kannski er voða spennandi að eiga bíl sem maður hefur ekki hugmynd um hvernig er á litinn þegar maður lítur hann næst augum, en þó er líklegra að Auto Kandy verði ekki stærsta fyrirtæki Bretlands á næstunni. Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent
Ekki er víst að mikil eftirspurn verði eftir bíllakki sem breytir um lit eftir hitastigi, þó verður að segjast að það er hreint með ólíkindum að sjá hve hratt það gerist. Það er fyrirtækið Auto Kandy í Bretlandi sem býður nú uppá svona lakk. Ef köldu vatni er hellt yfir þennan Nissan Skyline GT-R bíl breytist appelsínuguli litur hans í svarbrúnan. Gerist það svo hratt að undrum sætir. Kannski er voða spennandi að eiga bíl sem maður hefur ekki hugmynd um hvernig er á litinn þegar maður lítur hann næst augum, en þó er líklegra að Auto Kandy verði ekki stærsta fyrirtæki Bretlands á næstunni.
Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent