Aka 16.000 kílómetra á 10 dögum Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2013 16:45 Ætli Land Rover Discovery bíllinn þoli 16.000 km akstur á 10 dögum. Það hljómar eins og áskorun í Top Gear að aka 16.000 km á 10 dögum, en svo er ekki. Það eru rallökumennirnir Robert Belcher og Stephen Cooper sem ætla með þessu að sanna að Land Rover Discovery LR3, sem þekktur er nokkuð fyrir tíðar bilanir, þoli þennan þolakstur án þess að bila. Leiðin er líka afar spennandi sem þeir ætla að aka, eða frá London til Höfðaborgar í S-Afríku og fara í gegnum 13 lönd á leiðinni. Bíll þeirra hefur reyndar fengið nokkra yfirhalningu til að þola þennan erfiða akstur. Undirvagn hans hefur verið styrktur og dekkin þola akstur á misjöfnum vegum sem þeir munu fara um. Einnig hefur verið bætt við auka eldsneytistanki svo að kapparnir þurfi nú ekki að vera að stoppa í sífellu til að fylla á. Aksturinn fer fram frá 4.-14. okt. og eru þeir því lagðir af stað. Bíllinn er með 2,7 lítra V6 dísilvél með túrbínu og þeir komast 1.930 km á hverri fyllingu. Ljóst er að ökumennirnir þurfa að aka dag og nótt og skiptast á að aka. Ef eitthvað bilar er eins gott að það verði ekki í löndum Keníu og Líbíu, en þar er bæði örðugast að verða sér út um varahluti og hjálp og hættan mest á að einhver ásækist bíl þeirra. Þessi leið frá London til Höfðaborgar hefur verið farin áður í einum rikk á Fiat Panda bíl og tíminn þá var 10 sólarhringar, 13 klukkutímar og 28 mínútur. Það met ætla þeir kappar að bæta um a.m.k. 13 og hálfan klukkutíma. Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður
Það hljómar eins og áskorun í Top Gear að aka 16.000 km á 10 dögum, en svo er ekki. Það eru rallökumennirnir Robert Belcher og Stephen Cooper sem ætla með þessu að sanna að Land Rover Discovery LR3, sem þekktur er nokkuð fyrir tíðar bilanir, þoli þennan þolakstur án þess að bila. Leiðin er líka afar spennandi sem þeir ætla að aka, eða frá London til Höfðaborgar í S-Afríku og fara í gegnum 13 lönd á leiðinni. Bíll þeirra hefur reyndar fengið nokkra yfirhalningu til að þola þennan erfiða akstur. Undirvagn hans hefur verið styrktur og dekkin þola akstur á misjöfnum vegum sem þeir munu fara um. Einnig hefur verið bætt við auka eldsneytistanki svo að kapparnir þurfi nú ekki að vera að stoppa í sífellu til að fylla á. Aksturinn fer fram frá 4.-14. okt. og eru þeir því lagðir af stað. Bíllinn er með 2,7 lítra V6 dísilvél með túrbínu og þeir komast 1.930 km á hverri fyllingu. Ljóst er að ökumennirnir þurfa að aka dag og nótt og skiptast á að aka. Ef eitthvað bilar er eins gott að það verði ekki í löndum Keníu og Líbíu, en þar er bæði örðugast að verða sér út um varahluti og hjálp og hættan mest á að einhver ásækist bíl þeirra. Þessi leið frá London til Höfðaborgar hefur verið farin áður í einum rikk á Fiat Panda bíl og tíminn þá var 10 sólarhringar, 13 klukkutímar og 28 mínútur. Það met ætla þeir kappar að bæta um a.m.k. 13 og hálfan klukkutíma.
Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður