Öruggur sparibaukur í lúxusflokki Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2013 08:00 Volvo V60 er snotur langbakur Volvo V60 D2 – reynsluakstur Einu sinni voru Volvo bílar kassalaga og lítt fyrir augað, en ávallt ágæt fjárfesting þar sem ending þeirra og lág bilanatíðni var til fyrirmyndar. Nú eru Volvo bílar straumlínulagaðir og fallegir, auk hinna kostanna og það á einmitt við þann bíl sem nú er til umfjöllunar. Hann hefur nýverið fengið andlitslyftingu en þessi kynslóð kom fyrst á markað árið 2010. Útlitsbreytingin er ekki sláandi, en hann hefur enn fríkkað, ekki síst framendinn, sem breyttist mest. V60 hefur sportleg útlitseinkenni og eðalsvip sem oft vill einkenna bíla sem falla í lúxusflokk. Volvo V60 er einungis í langbaksútgáfu, en sedan bíllinn heitir S60. Volvo V60 er ekki risastór langbakur og þeir sem eru að leita eftir risastóru skotti ættu frekar að skoða Volvo V70. Það sem einkennir öðru fremur þennan bíl er að þar á farþegum að líða vel og það ágæta pláss sem í bílnum er gagnast aftursætisfarþegum best og fótarými þar er ótrúlega gott, sem og reyndar höfuðrými. Greinarritari hafði áhyggjur af því er hann virti fyrir sér bílinn að utan að hann væri lágur til þaksins, höfuðrými allsstaðar er fyrir stórt fólk. Hvernig má annað vera fyrir bíl sem er sænskur.Afllítil en sparneytin dísilvélReynsluakstursbíllinn var með 1,6 lítra dísilvél, sú minnsta sem er í boði, en einnig sú sparneytnasta. Volvo bílar, það er allar gerðir sem seldar eru hérlendis, eru með dísilvélar og eiga þeir það allir sammerkt að vera einstaklega sparneytnir. Þessi bíll, sem alls ekki er svo lítill, eyðir aðeins 4,2 lítrum í blönduðum akstri og í reynsluakstrinum sýndi hann hæst 6,2 lítra, en þá hafði hann verið tekinn rækilega til kostanna og vélin vel látin vinna vel fyrir kaupinu. Þetta er flottar tölur. Vélin er ekki sérlega kröftug, uppgefið afl hennar er 115 hestöfl, en hún vinnur það upp með ágætu togi. Því á bíllinn sjaldan í vandræðum með vinnslu, en fyrsta viðbragð er ekki áhrifaríkt. Bestur er bíllinn reyndar í lengri akstri og hefur hann lítið fyrir því að halda ágætum hraða og snúningur vélarinn lítill þá. Magnað er til þess að hugsa að með sinn stóra eldsneytistank, 67 lítra, má aka honum 1.465 km á tankfylli, eða meira en hringinn í kringum landið. Gaman væri að reyna það. Sjálfskiptingin í bílnum er 6 gíra skipting sem Volvo hefur fengið úr smiðju Ford, sem áður tengdist Volvo með eignarhaldi. Þessi skipting er fín og hún er með sportstillingu sem færir aðeins meira fjör í leikinn. Einnig má beinskipta bílnum með sjálfskiptihnúðnum.Góður akstursbíll sem elskar beygjurSérlega ljúft er að aka Volvo V60 og hann elskar að taka beygjurnar hratt enda búinn flottri tækni til að það sé mögulegt og þægilegt. Í kröppum beygjum er hemlun sett á innra hjólið en jafnframt aflið aukið á ytra hjólið á sama tíma. Við það verður hægt að taka beygjur á meiri hraða og af meira öryggi en áður. Stýring bílsins er þægileg og nokkuð nákvæm og lipurleiki bílsins í akstri gleður ökumann. Eitt þeirra atriða sem sannar fyrir ökumanni að ekið sé bíl í lúxusflokki er hversu hljóðlátur hann er. Alveg er sama á hvaða hraða er ekið, vart heyrist í vindi, vél eða dekkjum. Innrétting bílsins er einföld og snyrtileg og án prjáls. Skandínaviskur „minimalismi“ er það fyrsta orðið sem skýtur upp í kollinn. Öll stjórntæki eru þó auðskiljanleg og aksturstölvan veitir miklar upplýsingar. Sætin í bílnum eru bæði lagleg og góð, en reynsluakstursbíllinn var með flottum leðursætum, en þau tilheyrari dýrari útfærslu innanrýmis. Útsýni fyrir ökumann er með allra besta móti og styður einmitt við það sem Volvo er hvað þekktast fyrir, þ.e. öryggi. Framrúðan tekur stærstan hluta sjónsviðsins og fremsti pósturinn er það mjór að seint telst hann hamla útsýninu.Ótrúlega gott hljómkerfiEitt af því sem kom hvað mest á óvart við bílinn er hversu gott hljómkerfið er. Bíllinn er eins og hljómleikasalur þrátt fyrir það að um grunnútfærslu þess sé að ræða og því fylgja 8 hátalarar. Þó er hægt að kaupa snargeggjað hljóðkerfi með 12 hátölurum og ríflega 900 watta magnara, sem gefur ekkert eftir því allra besta sem er í boði í lúxusbílum. Það merkilega við það er að ekki þarf að bæta við nema 200.000 krónum til að það fylgi. Víða krefst slíkt um milljón króna viðbót. Þegar talað er um Volvo er öryggi það fyrsta sem flestum dettur í hug. Þessi bíll hefur fengið 5 stjörnur á öllum sviðum og er meðal allra öruggustu bíls sem til eru. Það er ekki slæmt að vita af því við akstur, sem og þess að líklega mun þessi bíll endast von úr viti og vilji maður skipta yfir í nýrri bíl má búast við góðu endursöluverði. Volvo V60 er ári flottur bíll með marga kosti, en eins og áður þarf að borga fyrir gæði, góða smíð, öryggi, flotta hönnun og lúxus.Kostir: Lág eyðsla, öryggi, mikið rýmiÓkostir: Afl, verð, 1,6 l. dísilvél m. forþjöppu, 115 hestöflFramhjóladrifEyðsla: 4,2 l./100 km í bl. akstriMengun: 110 g/km CO2Hröðun: 11,3 sek.Hámarkshraði: 190 km/klstVerð frá: 6.190.000 kr.Umboð: BrimborgKlassískt innanrými Volvo, stílhreint og einfalt Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent
Volvo V60 D2 – reynsluakstur Einu sinni voru Volvo bílar kassalaga og lítt fyrir augað, en ávallt ágæt fjárfesting þar sem ending þeirra og lág bilanatíðni var til fyrirmyndar. Nú eru Volvo bílar straumlínulagaðir og fallegir, auk hinna kostanna og það á einmitt við þann bíl sem nú er til umfjöllunar. Hann hefur nýverið fengið andlitslyftingu en þessi kynslóð kom fyrst á markað árið 2010. Útlitsbreytingin er ekki sláandi, en hann hefur enn fríkkað, ekki síst framendinn, sem breyttist mest. V60 hefur sportleg útlitseinkenni og eðalsvip sem oft vill einkenna bíla sem falla í lúxusflokk. Volvo V60 er einungis í langbaksútgáfu, en sedan bíllinn heitir S60. Volvo V60 er ekki risastór langbakur og þeir sem eru að leita eftir risastóru skotti ættu frekar að skoða Volvo V70. Það sem einkennir öðru fremur þennan bíl er að þar á farþegum að líða vel og það ágæta pláss sem í bílnum er gagnast aftursætisfarþegum best og fótarými þar er ótrúlega gott, sem og reyndar höfuðrými. Greinarritari hafði áhyggjur af því er hann virti fyrir sér bílinn að utan að hann væri lágur til þaksins, höfuðrými allsstaðar er fyrir stórt fólk. Hvernig má annað vera fyrir bíl sem er sænskur.Afllítil en sparneytin dísilvélReynsluakstursbíllinn var með 1,6 lítra dísilvél, sú minnsta sem er í boði, en einnig sú sparneytnasta. Volvo bílar, það er allar gerðir sem seldar eru hérlendis, eru með dísilvélar og eiga þeir það allir sammerkt að vera einstaklega sparneytnir. Þessi bíll, sem alls ekki er svo lítill, eyðir aðeins 4,2 lítrum í blönduðum akstri og í reynsluakstrinum sýndi hann hæst 6,2 lítra, en þá hafði hann verið tekinn rækilega til kostanna og vélin vel látin vinna vel fyrir kaupinu. Þetta er flottar tölur. Vélin er ekki sérlega kröftug, uppgefið afl hennar er 115 hestöfl, en hún vinnur það upp með ágætu togi. Því á bíllinn sjaldan í vandræðum með vinnslu, en fyrsta viðbragð er ekki áhrifaríkt. Bestur er bíllinn reyndar í lengri akstri og hefur hann lítið fyrir því að halda ágætum hraða og snúningur vélarinn lítill þá. Magnað er til þess að hugsa að með sinn stóra eldsneytistank, 67 lítra, má aka honum 1.465 km á tankfylli, eða meira en hringinn í kringum landið. Gaman væri að reyna það. Sjálfskiptingin í bílnum er 6 gíra skipting sem Volvo hefur fengið úr smiðju Ford, sem áður tengdist Volvo með eignarhaldi. Þessi skipting er fín og hún er með sportstillingu sem færir aðeins meira fjör í leikinn. Einnig má beinskipta bílnum með sjálfskiptihnúðnum.Góður akstursbíll sem elskar beygjurSérlega ljúft er að aka Volvo V60 og hann elskar að taka beygjurnar hratt enda búinn flottri tækni til að það sé mögulegt og þægilegt. Í kröppum beygjum er hemlun sett á innra hjólið en jafnframt aflið aukið á ytra hjólið á sama tíma. Við það verður hægt að taka beygjur á meiri hraða og af meira öryggi en áður. Stýring bílsins er þægileg og nokkuð nákvæm og lipurleiki bílsins í akstri gleður ökumann. Eitt þeirra atriða sem sannar fyrir ökumanni að ekið sé bíl í lúxusflokki er hversu hljóðlátur hann er. Alveg er sama á hvaða hraða er ekið, vart heyrist í vindi, vél eða dekkjum. Innrétting bílsins er einföld og snyrtileg og án prjáls. Skandínaviskur „minimalismi“ er það fyrsta orðið sem skýtur upp í kollinn. Öll stjórntæki eru þó auðskiljanleg og aksturstölvan veitir miklar upplýsingar. Sætin í bílnum eru bæði lagleg og góð, en reynsluakstursbíllinn var með flottum leðursætum, en þau tilheyrari dýrari útfærslu innanrýmis. Útsýni fyrir ökumann er með allra besta móti og styður einmitt við það sem Volvo er hvað þekktast fyrir, þ.e. öryggi. Framrúðan tekur stærstan hluta sjónsviðsins og fremsti pósturinn er það mjór að seint telst hann hamla útsýninu.Ótrúlega gott hljómkerfiEitt af því sem kom hvað mest á óvart við bílinn er hversu gott hljómkerfið er. Bíllinn er eins og hljómleikasalur þrátt fyrir það að um grunnútfærslu þess sé að ræða og því fylgja 8 hátalarar. Þó er hægt að kaupa snargeggjað hljóðkerfi með 12 hátölurum og ríflega 900 watta magnara, sem gefur ekkert eftir því allra besta sem er í boði í lúxusbílum. Það merkilega við það er að ekki þarf að bæta við nema 200.000 krónum til að það fylgi. Víða krefst slíkt um milljón króna viðbót. Þegar talað er um Volvo er öryggi það fyrsta sem flestum dettur í hug. Þessi bíll hefur fengið 5 stjörnur á öllum sviðum og er meðal allra öruggustu bíls sem til eru. Það er ekki slæmt að vita af því við akstur, sem og þess að líklega mun þessi bíll endast von úr viti og vilji maður skipta yfir í nýrri bíl má búast við góðu endursöluverði. Volvo V60 er ári flottur bíll með marga kosti, en eins og áður þarf að borga fyrir gæði, góða smíð, öryggi, flotta hönnun og lúxus.Kostir: Lág eyðsla, öryggi, mikið rýmiÓkostir: Afl, verð, 1,6 l. dísilvél m. forþjöppu, 115 hestöflFramhjóladrifEyðsla: 4,2 l./100 km í bl. akstriMengun: 110 g/km CO2Hröðun: 11,3 sek.Hámarkshraði: 190 km/klstVerð frá: 6.190.000 kr.Umboð: BrimborgKlassískt innanrými Volvo, stílhreint og einfalt
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent