Stærsti vörubíll í heimi Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2013 13:15 Ekki taka margir vörubílar 450 tonn í skúffuna og fáir eru heldur með 4.600 hestafla vél, en þessi er það. Dekkin eru líka tvær mannhæðir. Vélin, eða öllu heldur vélarnar, sem eru tvær, eru hvor um sig 2.300 hestöfl og 16 strokka og samanlagt sprengirými þeirra er 130 lítrar. Hámarkshraði vörubílsins er ekki nema 65 km/klst. Fullhlaðinn vegur hann 893 tonn og hann verður notaður í námavinnslu í Hvíta Rússlandi. Það er fyrirtækið Belaz frá Hvíta Rússlandi sem smíðar vörubílinn og þeir vilja fá viðurkenningu frá Guinness World Records að þessi vörubíll sé sá stærsti í heimi. Það kæmi á óvart ef stærri vörubíll finnst. Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent
Ekki taka margir vörubílar 450 tonn í skúffuna og fáir eru heldur með 4.600 hestafla vél, en þessi er það. Dekkin eru líka tvær mannhæðir. Vélin, eða öllu heldur vélarnar, sem eru tvær, eru hvor um sig 2.300 hestöfl og 16 strokka og samanlagt sprengirými þeirra er 130 lítrar. Hámarkshraði vörubílsins er ekki nema 65 km/klst. Fullhlaðinn vegur hann 893 tonn og hann verður notaður í námavinnslu í Hvíta Rússlandi. Það er fyrirtækið Belaz frá Hvíta Rússlandi sem smíðar vörubílinn og þeir vilja fá viðurkenningu frá Guinness World Records að þessi vörubíll sé sá stærsti í heimi. Það kæmi á óvart ef stærri vörubíll finnst.
Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent