Ástralskur þingmaður úr flokki bílaáhugamanna Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2013 10:30 Bílaáhugamaðurinn Ricky Muir er kominn á þing í Ástralíu. Fyrsti þingmaðurinn sem vitað er að sest hafi á þing fyrir bílaáhugamenn var kjörinn nýlega í Ástralíu. Hann heitir Ricky Muir og er meðlimur stjórmálaflokksins Australian Motoring Enthusiast Party, þ.e. flokknum Bílaáhugamenn. Þessi flokkur gætir hagsmuna bíleigenda og stendur vörð um alla þá þætti stjórnkerfisins sem snerta rekstur bifreiða, vegakerfi, reglugerðir, skattheimtu, öryggismál og bílakennslu og -fræðslu. Flokkurinn berst einnig fyrir samræmdri löggjöf um alla Ástralíu, en nú eru mismunandi reglugerðir um bíla sem gilda eftir landssvæðum þar. Í Ástralíu er ekki tjaldað til einnar nætur þegar kosið er því þingmenn eru kjörnir til 6 ára í senn og situr því Ricky Muir fyrir Victoria fylki til ársins 2019 fyrir flokkinn Bílaáhugamenn. Sannarlega var kominn tími til þess að einhver berðist fyrir hagsmunum bíleigenda á þingi einhversstaðar í heiminum. Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent
Fyrsti þingmaðurinn sem vitað er að sest hafi á þing fyrir bílaáhugamenn var kjörinn nýlega í Ástralíu. Hann heitir Ricky Muir og er meðlimur stjórmálaflokksins Australian Motoring Enthusiast Party, þ.e. flokknum Bílaáhugamenn. Þessi flokkur gætir hagsmuna bíleigenda og stendur vörð um alla þá þætti stjórnkerfisins sem snerta rekstur bifreiða, vegakerfi, reglugerðir, skattheimtu, öryggismál og bílakennslu og -fræðslu. Flokkurinn berst einnig fyrir samræmdri löggjöf um alla Ástralíu, en nú eru mismunandi reglugerðir um bíla sem gilda eftir landssvæðum þar. Í Ástralíu er ekki tjaldað til einnar nætur þegar kosið er því þingmenn eru kjörnir til 6 ára í senn og situr því Ricky Muir fyrir Victoria fylki til ársins 2019 fyrir flokkinn Bílaáhugamenn. Sannarlega var kominn tími til þess að einhver berðist fyrir hagsmunum bíleigenda á þingi einhversstaðar í heiminum.
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent