RIFF fær góða umfjöllun erlendis Freyr Bjarnason skrifar 15. október 2013 13:22 Forsvarsmenn RIFF-hátíðarinnar. fréttablaðið/pjetur Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lauk fyrir rúmri viku síðan. Undanfarna daga hafa birtst lofsamlegar umfjallanir um hátíðina í miðlum hér og þar um heiminn, m.a. í Le Monde, Hollywood Reporter og Screen International. Í grein í franska blaðinu Le Monde er fjallað um heiðursverðlaunahafann James Gray og heimsókn til Hrafns Gunnlaugssonar, sem bauð fólki heim til sín að sjá Óðal feðranna. Blaðamaður fjallar einnig mikið um augljósan áhuga Bjarkar á hátíðinni. Einnig er talað við Laufeyju Guðjónsdóttur hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands fáum dögum eftir að ríkisstjórnin kynnti fjárlögin. Þar harmar hún að framlög til miðstöðvarinnar séu skorin niður um 42%. Hollywood Reporter fjallar einnig um niðurskurðinn í langri grein þar sem andrúmsloft hátíðarinnar er lofað fyrir nánd sína við alþjóðlegar stjörnur á kvikmyndasviðinu og sérviðburðum á borð við kvikmyndatónleika Hjaltalín eru gerð sérstök skil. Hér má lesa umfjöllun blaðsins. Norski vefmiðillinn Film Amasoner fjallar sérstaklega um margar myndanna í dagskránni og gerir mikið úr áherslu RIFF á kvikmyndir Lukas Moodysson auk þess sem haft er orð á því að hátíðin hafi opnað augu blaðamanns fyrir grískri kvikmyndagerð, en Grikkland var í kastljósinu í ár. Þá fjallar Screen International um verðlaunin sem veitt voru á hátíðinni. Blaðamaður tekur sérstaklega fyrir kvikmyndina Still Life eftir Uberto Pasolini sem vann Gullna lundann og Við erum bestar! eftir Lukas Moodysson sem hlaut áhorfendaverðlaunin. Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lauk fyrir rúmri viku síðan. Undanfarna daga hafa birtst lofsamlegar umfjallanir um hátíðina í miðlum hér og þar um heiminn, m.a. í Le Monde, Hollywood Reporter og Screen International. Í grein í franska blaðinu Le Monde er fjallað um heiðursverðlaunahafann James Gray og heimsókn til Hrafns Gunnlaugssonar, sem bauð fólki heim til sín að sjá Óðal feðranna. Blaðamaður fjallar einnig mikið um augljósan áhuga Bjarkar á hátíðinni. Einnig er talað við Laufeyju Guðjónsdóttur hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands fáum dögum eftir að ríkisstjórnin kynnti fjárlögin. Þar harmar hún að framlög til miðstöðvarinnar séu skorin niður um 42%. Hollywood Reporter fjallar einnig um niðurskurðinn í langri grein þar sem andrúmsloft hátíðarinnar er lofað fyrir nánd sína við alþjóðlegar stjörnur á kvikmyndasviðinu og sérviðburðum á borð við kvikmyndatónleika Hjaltalín eru gerð sérstök skil. Hér má lesa umfjöllun blaðsins. Norski vefmiðillinn Film Amasoner fjallar sérstaklega um margar myndanna í dagskránni og gerir mikið úr áherslu RIFF á kvikmyndir Lukas Moodysson auk þess sem haft er orð á því að hátíðin hafi opnað augu blaðamanns fyrir grískri kvikmyndagerð, en Grikkland var í kastljósinu í ár. Þá fjallar Screen International um verðlaunin sem veitt voru á hátíðinni. Blaðamaður tekur sérstaklega fyrir kvikmyndina Still Life eftir Uberto Pasolini sem vann Gullna lundann og Við erum bestar! eftir Lukas Moodysson sem hlaut áhorfendaverðlaunin.
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira