Nissan býður loks Infinity í Japan Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2013 10:45 Infinity Q50 Nissan stofnaði lúxusbílaarm sinn, Infinity, til þess eins að selja bíla undir því merki í öðrum löndum, aðallega Bandaríkjunum. Því hafa Infinity bílar aldrei verið seldir í heimalandinu Japan. Þó eru flestir Infinity bílar framleiddir í Japan. Nú hefur Nissan tekið þá ákvörðun að selja loks Infinity bíla þar og er helsta ástæða þess hörð samkeppni frá þýsku lúxusbílaframleiðendunum BMW, Audi og Mercedes Benz og það í þeirra eigin heimalandi. Infinity bílar verða seldir í sölustöðum Nissan í Japan og fyrsti bíllinn sem fer í sölu verður Infinity Q50. Á undanförnum árum hefur Infinity merkið átt í stökustu vandræðum með að skapa Nissan hagnað þar sem japanska yenið hefur verið svo sterkt gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Infinity hefur aðeins skapað 1% af hagnaði Nissan á undanförnum 2 árum, en þar sem yenið hefur fallið mikið á þessu ári hefur gæfan snúist Infinity í hag og mun skila tilætluðum hagnaði, eða um 6-7% af veltu og mun stærri sneið í heildarhagnaði Nissan. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent
Nissan stofnaði lúxusbílaarm sinn, Infinity, til þess eins að selja bíla undir því merki í öðrum löndum, aðallega Bandaríkjunum. Því hafa Infinity bílar aldrei verið seldir í heimalandinu Japan. Þó eru flestir Infinity bílar framleiddir í Japan. Nú hefur Nissan tekið þá ákvörðun að selja loks Infinity bíla þar og er helsta ástæða þess hörð samkeppni frá þýsku lúxusbílaframleiðendunum BMW, Audi og Mercedes Benz og það í þeirra eigin heimalandi. Infinity bílar verða seldir í sölustöðum Nissan í Japan og fyrsti bíllinn sem fer í sölu verður Infinity Q50. Á undanförnum árum hefur Infinity merkið átt í stökustu vandræðum með að skapa Nissan hagnað þar sem japanska yenið hefur verið svo sterkt gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Infinity hefur aðeins skapað 1% af hagnaði Nissan á undanförnum 2 árum, en þar sem yenið hefur fallið mikið á þessu ári hefur gæfan snúist Infinity í hag og mun skila tilætluðum hagnaði, eða um 6-7% af veltu og mun stærri sneið í heildarhagnaði Nissan.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent