Hyundai ix35 frumsýndur um helgina Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2013 17:08 Hyundai ix35 Hyundai frumsýnir um helgina nýjan jeppling frá Hyundai sem kallast ix35. Jepplingurinn er arftaki Hyundai Tucson sem hefur verið afar vinsæll hér á landi og var meðal annars valinn jepplingur ársins af íslenskum bílablaðamönnum. Munurinn á þessum bílum er ekki síst sá að Hyundai ix35 er mun sparneytnari en forveri sinn. Beinskiptur með dísilvél eyðir hann aðeins um 5,5 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri en 6,9 innanbæjar. Sem gerir hann að einum af sparneytnari bílunum á markaðnum af þessari stærð. Þrátt fyrir að nýja dísilvélin sé sparneytnari en vélarnar í fyrri útgáfum þá þykir hún hafa gott tog og gefa bílnum skemmtilega akstureiginleika. Það má segja að í honum sameinist gnægð af krafti, sparneytni, áreiðanleiki og öryggi. Hyundai hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og fyrirtækið hefur fengið orðspor fyrir að framleiða áreiðanlega bíla sem þurfa lítið viðhald. Einnig hafa bílar fyrirtækisins tvívegis á síðustu fimm árum hlotið útnefningu sem bíll ársins í Bandaríkjunum og Hyundai telst nú vera fjórði stærsti bílaframleiðandi heims. „Fyrstu ix35 jepplingarnir eru nýkomnir til landsins og það er okkar tilfinning að þetta sé bíll sem muni ganga vel. Hann er á fínu verði og það eru margir Íslendingar sem eiga eða hafa átt jepplinga frá Hyundai. Þeir hafa líka reynst mjög vel við íslenskar aðstæður. Að geta fengið hann með svona eyðslugrannri vél gerir dæmið enn meira aðlaðandi fyrir þá sem eru komnir á tíma með endurnýjun, “ segir Ragnar Steinn Sigþórsson sölustjóri Hyundai á Íslandi. Ragnar hefur selt Hyundai í meira en áratug og á marga fastakúnna enda með viðkunnalegri bílasölum. Ragnar og samstarfsfélagar hans ætla að bjóða gestum frumsýningarinnar upp á léttar veitingar í höfuðstöðvum Hyundai umboðsins við Kauptún í Garðabæ (á móti IKEA) í dag laugardag en opið verður frá kl.12-16 og einnig frá kl.13 til 16 á sunnudag. Hyundai ix35 er vel búinn nýjustu tækni s.s. brekkuhjálp, brekkubremsu, ESP-stöðugleikastýringu og rafstýrðu fjórhjóladrifi. Hyundai ix35 er fáanlegur með 163 hestafla bensínvél og sjálfskiptingu, 136 hestafla dísilvél og beinskiptingu, 136 hestafla dísilvél og sjálfskiptingu. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent
Hyundai frumsýnir um helgina nýjan jeppling frá Hyundai sem kallast ix35. Jepplingurinn er arftaki Hyundai Tucson sem hefur verið afar vinsæll hér á landi og var meðal annars valinn jepplingur ársins af íslenskum bílablaðamönnum. Munurinn á þessum bílum er ekki síst sá að Hyundai ix35 er mun sparneytnari en forveri sinn. Beinskiptur með dísilvél eyðir hann aðeins um 5,5 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri en 6,9 innanbæjar. Sem gerir hann að einum af sparneytnari bílunum á markaðnum af þessari stærð. Þrátt fyrir að nýja dísilvélin sé sparneytnari en vélarnar í fyrri útgáfum þá þykir hún hafa gott tog og gefa bílnum skemmtilega akstureiginleika. Það má segja að í honum sameinist gnægð af krafti, sparneytni, áreiðanleiki og öryggi. Hyundai hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og fyrirtækið hefur fengið orðspor fyrir að framleiða áreiðanlega bíla sem þurfa lítið viðhald. Einnig hafa bílar fyrirtækisins tvívegis á síðustu fimm árum hlotið útnefningu sem bíll ársins í Bandaríkjunum og Hyundai telst nú vera fjórði stærsti bílaframleiðandi heims. „Fyrstu ix35 jepplingarnir eru nýkomnir til landsins og það er okkar tilfinning að þetta sé bíll sem muni ganga vel. Hann er á fínu verði og það eru margir Íslendingar sem eiga eða hafa átt jepplinga frá Hyundai. Þeir hafa líka reynst mjög vel við íslenskar aðstæður. Að geta fengið hann með svona eyðslugrannri vél gerir dæmið enn meira aðlaðandi fyrir þá sem eru komnir á tíma með endurnýjun, “ segir Ragnar Steinn Sigþórsson sölustjóri Hyundai á Íslandi. Ragnar hefur selt Hyundai í meira en áratug og á marga fastakúnna enda með viðkunnalegri bílasölum. Ragnar og samstarfsfélagar hans ætla að bjóða gestum frumsýningarinnar upp á léttar veitingar í höfuðstöðvum Hyundai umboðsins við Kauptún í Garðabæ (á móti IKEA) í dag laugardag en opið verður frá kl.12-16 og einnig frá kl.13 til 16 á sunnudag. Hyundai ix35 er vel búinn nýjustu tækni s.s. brekkuhjálp, brekkubremsu, ESP-stöðugleikastýringu og rafstýrðu fjórhjóladrifi. Hyundai ix35 er fáanlegur með 163 hestafla bensínvél og sjálfskiptingu, 136 hestafla dísilvél og beinskiptingu, 136 hestafla dísilvél og sjálfskiptingu.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent