Lexus IS bíll ársins hjá Esquire Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2013 08:45 Lexus IS Karlatímaritið Esquire velur árlega bíl ársins og í þetta skipti hreppti Lexus IS titilinn. Hingað til hafa einungis þýskir eða bandarískir bílar orðið fyrir valinu hjá blaðinu, bílar eins og Audi S4 og Cadillac ATS. Þetta er því í fyrsta skiptið sem japanskur bíll hlýtur náð hjá blaðamönnum blaðsins. Þeir sögðu við valið að það óvenjulega hefði gerst með þessum bíl að skemmtanagildið væri númer eitt, en öryggi, skynsemi og hagkvæmni kæmu þar á eftir. Með þessum bíl hefði Lexus tekist að ná BMW 3-línunni í akstursgetu án þess að tapa japönskum eftirsóknarverðum einkennum sínum. Ennfremur sögðu þeir að Lexus IS350 F Sport væri engum bíl líkur, snöggur, djarfur og heiðarlegur. Undir þessi orð Esquire getur bílablaðamaður visir.is og Fréttablaðsins tekið, en Lexus IS vakti talsverða hrifningu við prófun. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Karlatímaritið Esquire velur árlega bíl ársins og í þetta skipti hreppti Lexus IS titilinn. Hingað til hafa einungis þýskir eða bandarískir bílar orðið fyrir valinu hjá blaðinu, bílar eins og Audi S4 og Cadillac ATS. Þetta er því í fyrsta skiptið sem japanskur bíll hlýtur náð hjá blaðamönnum blaðsins. Þeir sögðu við valið að það óvenjulega hefði gerst með þessum bíl að skemmtanagildið væri númer eitt, en öryggi, skynsemi og hagkvæmni kæmu þar á eftir. Með þessum bíl hefði Lexus tekist að ná BMW 3-línunni í akstursgetu án þess að tapa japönskum eftirsóknarverðum einkennum sínum. Ennfremur sögðu þeir að Lexus IS350 F Sport væri engum bíl líkur, snöggur, djarfur og heiðarlegur. Undir þessi orð Esquire getur bílablaðamaður visir.is og Fréttablaðsins tekið, en Lexus IS vakti talsverða hrifningu við prófun.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent