Ekki fleiri tölvuleikir í nafni Tiger Woods Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. október 2013 13:44 Tölvuteiknaður Tiger í góðri sveiflu. Ekki verða gefnir út fleiri tölvuleikir í PGA Tour-seríunni undir nafni bandaríska kylfingsins Tiger Woods. Leikirnir, sem framleiddir eru af fyrirtækinu EA Sports, hafa verið gefnir út undanfarin fimmtán ár og notið mikilla vinsælda. Um sameiginlega ákvörðun kylfingsins og EA Sports er að ræða en samtals voru gerðir sextán leikir. Allir komu þeir út fyrir PlayStation-leikjatölvurnar en einnig voru gefnir út leikir fyrir PC-tölvur, Xbox, Nintendo DS, Wii og fleiri leikjatölvur. Umboðsmaður Woods segir þetta tímabil sem nú er lokið hafa verið frábært en EA Sports hafi talið að endurskoða ætti samstarfið og Woods hafi verið því sammála. EA Sports mun þó halda áfram að gefa út golfleiki undir merkjum PGA Tour, en það verður án Tiger Woods héðan í frá. Leikjavísir Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Ekki verða gefnir út fleiri tölvuleikir í PGA Tour-seríunni undir nafni bandaríska kylfingsins Tiger Woods. Leikirnir, sem framleiddir eru af fyrirtækinu EA Sports, hafa verið gefnir út undanfarin fimmtán ár og notið mikilla vinsælda. Um sameiginlega ákvörðun kylfingsins og EA Sports er að ræða en samtals voru gerðir sextán leikir. Allir komu þeir út fyrir PlayStation-leikjatölvurnar en einnig voru gefnir út leikir fyrir PC-tölvur, Xbox, Nintendo DS, Wii og fleiri leikjatölvur. Umboðsmaður Woods segir þetta tímabil sem nú er lokið hafa verið frábært en EA Sports hafi talið að endurskoða ætti samstarfið og Woods hafi verið því sammála. EA Sports mun þó halda áfram að gefa út golfleiki undir merkjum PGA Tour, en það verður án Tiger Woods héðan í frá.
Leikjavísir Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira