Sögulok Holden skúffubílsins Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2013 13:26 Hjá andfætlingum okkar í Ástralíu hefur Holden bílaframleiðandinn framleitt Holden Commodore skúffubílinn í 65 ár, en nú er komið að leiðarlokum. Holden, sem er í eigu General Motors, getur ekki lengur réttlætt þróun nýrrar kynslóðar þessa bíls þar sem sala hans hefur látið mikið undan síga á síðustu árum fyrir bílum eins og Toyota Hilux og ódýrum skúffubílum sem framleiddir eru í Tælandi. Holden hefur gegnum árin átt stóran hluta bílamarkaðarins í Ástralíu, en á nú einungis 10% hans, sem er lægsta hlutfall innlendrar framleiðslu frá árinu 1957. Sala Holden Commodore skúffubílsins hefur minnkað um 31% í ár frá því í fyrra. Framleiðslu núverandi kynslóða Holden skúffubílsins verður ekki hætt fyrr en í enda ársins 2016, svo aðdáendur hans hafa enn tíma til að tryggja sér eintak áður en sölunni verður endanlega hætt. Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður
Hjá andfætlingum okkar í Ástralíu hefur Holden bílaframleiðandinn framleitt Holden Commodore skúffubílinn í 65 ár, en nú er komið að leiðarlokum. Holden, sem er í eigu General Motors, getur ekki lengur réttlætt þróun nýrrar kynslóðar þessa bíls þar sem sala hans hefur látið mikið undan síga á síðustu árum fyrir bílum eins og Toyota Hilux og ódýrum skúffubílum sem framleiddir eru í Tælandi. Holden hefur gegnum árin átt stóran hluta bílamarkaðarins í Ástralíu, en á nú einungis 10% hans, sem er lægsta hlutfall innlendrar framleiðslu frá árinu 1957. Sala Holden Commodore skúffubílsins hefur minnkað um 31% í ár frá því í fyrra. Framleiðslu núverandi kynslóða Holden skúffubílsins verður ekki hætt fyrr en í enda ársins 2016, svo aðdáendur hans hafa enn tíma til að tryggja sér eintak áður en sölunni verður endanlega hætt.
Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður