Samstarfi GM og PSA að ljúka? Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2013 10:45 Merki Peugeot og General Motors General Motors og Peugeot/Citroën höfðu planlagt að smíða saman einar 40 nýjar gerðir bíla sem nota myndu að stórum hluta sömu íhluti. Nú virðist sem lítið standi eftir af þessum áformum og líklega aðeins tveir bílar fyrirtækjanna verði sameiginlegir, þ.e. Opel Meriva og Citroën C4 Picasso. GM og PSA eru enn í samstarfi við innkaup á íhlutum, en áform um sameiginlega þróun bíla eins og Opel Corsa, Peugeot 208 og Citroën C3 smábílana virðist vera úr myndinni. GM ætlar að þróa nýja gerð Opel Corsa sjálft og nota til þess sama undirvagn og er í bílunum Chevrolet Spark og Buick Encore. Ein af stóru ástæðum þess að samstarf GM og PSA virðist vera að liðast í sundur eru áform PSA að selja hinu kínverska bílafyrirtæki Dongfeng 30% hlut í PSA. Það líkar GM ekki þar sem Dongfeng er samkeppnisaðili SAIC í Kína, en GM á í samstarfi við SAIC í Kína og framleiðir SAIC bíla GM þar. Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent
General Motors og Peugeot/Citroën höfðu planlagt að smíða saman einar 40 nýjar gerðir bíla sem nota myndu að stórum hluta sömu íhluti. Nú virðist sem lítið standi eftir af þessum áformum og líklega aðeins tveir bílar fyrirtækjanna verði sameiginlegir, þ.e. Opel Meriva og Citroën C4 Picasso. GM og PSA eru enn í samstarfi við innkaup á íhlutum, en áform um sameiginlega þróun bíla eins og Opel Corsa, Peugeot 208 og Citroën C3 smábílana virðist vera úr myndinni. GM ætlar að þróa nýja gerð Opel Corsa sjálft og nota til þess sama undirvagn og er í bílunum Chevrolet Spark og Buick Encore. Ein af stóru ástæðum þess að samstarf GM og PSA virðist vera að liðast í sundur eru áform PSA að selja hinu kínverska bílafyrirtæki Dongfeng 30% hlut í PSA. Það líkar GM ekki þar sem Dongfeng er samkeppnisaðili SAIC í Kína, en GM á í samstarfi við SAIC í Kína og framleiðir SAIC bíla GM þar.
Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent