Tuttugu ára afmæli X-977 - Mammút Ómar Úlfur skrifar 25. október 2013 08:11 Hljómsveitin Mammút kemur fram á afmælishátíð X-977 Hljómsveitin Mammút varð til þegar að tveir vinahópar kynntust á unglingsaldri árið 2003. Hópurinn þekktist ekki áður en ókunn náttúruöfl fengu þau til að stofna saman hljómsveit. Útkoman var Mammút. Eftir að hafa æft í nokkra mánuði var sveitin hvött til að taka þátt í Músiktilraunum og skráði sveitin sig hikandi til leiks. Svo fór að Mammút sigraði tilraunirnar og fékk aldeilis byr í seglin. Sveitin var dugleg að koma fram næstu tvö árin og náði að skapa sér nafn í íslensku rokksenunni. Á því herrans ári 2006 kom svo út samnefndur frumburður sveitarinnar. Platan lagðist vel í gagnrýnendur og lagið Þorkell komst í góða útvarpsspilun. Þetta sama ár lék sveitin á Icelandairwaveshátíðinni og mærði David Fricke hjá Rolling Stone sveitina mjög. Næstu tvö árin var sveitin iðin við kolann og lék sömuleiðis á tónleikum utan landssteinanna. Tónlistarhátíðin SXSW var heimsótt og sömuleiðis In The City í Manchester. Mammút hitaði og upp fyrir belgísku rokkarana í dEUS á stuttum evróputúr. Karkari, önnur plata Mammút kom út árið 2008 og sló í gegn hjá gagnrýnendum sem og aðdáendum. Allar 5 smáskífur plötunnar komust í fyrsta sæti á vinsældarlista X-977. Sveitin spilaði á tveimur stórum evróputúrum og vel völdum tónlistarhátíðum í Skandinavíu. Mammút tók sér góðan tíma í það að fylgja Karkari eftir en ný plata, Komdu til mín svarta systir kemur út í dag og hafa smáskífulögin Salt og Blóðberg nú þegar vakið athygli og greinilegt að framtíðin er björt.Mammút er ein af þeim sveitum sem að kemur fram á afmælistónleikum X-977 sem fara fram í listasafni Reykjavíkur 29. október næstkomandi. Miðasala er í fullum gangi á miði.is. Harmageddon Mest lesið Hvetur til sniðgöngu verslana Bónus og Hagkaupa Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Vildu fá að ritskoða spurningar Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Högni sveipaður dulúð og þokka Harmageddon Atburðarás í Árbæ vekur upp margar spurningar Harmageddon Segir Ísland síðasta vígi kristinna manna Harmageddon Einn afkastamesti lagahöfundur okkar tíma Harmageddon Sannleikurinn: Útskriftarbekkur í MR byrjar með heitasta piparsveini landsins Harmageddon Hljómsveitin The Pixies snýr aftur með nýtt efni Harmageddon
Hljómsveitin Mammút varð til þegar að tveir vinahópar kynntust á unglingsaldri árið 2003. Hópurinn þekktist ekki áður en ókunn náttúruöfl fengu þau til að stofna saman hljómsveit. Útkoman var Mammút. Eftir að hafa æft í nokkra mánuði var sveitin hvött til að taka þátt í Músiktilraunum og skráði sveitin sig hikandi til leiks. Svo fór að Mammút sigraði tilraunirnar og fékk aldeilis byr í seglin. Sveitin var dugleg að koma fram næstu tvö árin og náði að skapa sér nafn í íslensku rokksenunni. Á því herrans ári 2006 kom svo út samnefndur frumburður sveitarinnar. Platan lagðist vel í gagnrýnendur og lagið Þorkell komst í góða útvarpsspilun. Þetta sama ár lék sveitin á Icelandairwaveshátíðinni og mærði David Fricke hjá Rolling Stone sveitina mjög. Næstu tvö árin var sveitin iðin við kolann og lék sömuleiðis á tónleikum utan landssteinanna. Tónlistarhátíðin SXSW var heimsótt og sömuleiðis In The City í Manchester. Mammút hitaði og upp fyrir belgísku rokkarana í dEUS á stuttum evróputúr. Karkari, önnur plata Mammút kom út árið 2008 og sló í gegn hjá gagnrýnendum sem og aðdáendum. Allar 5 smáskífur plötunnar komust í fyrsta sæti á vinsældarlista X-977. Sveitin spilaði á tveimur stórum evróputúrum og vel völdum tónlistarhátíðum í Skandinavíu. Mammút tók sér góðan tíma í það að fylgja Karkari eftir en ný plata, Komdu til mín svarta systir kemur út í dag og hafa smáskífulögin Salt og Blóðberg nú þegar vakið athygli og greinilegt að framtíðin er björt.Mammút er ein af þeim sveitum sem að kemur fram á afmælistónleikum X-977 sem fara fram í listasafni Reykjavíkur 29. október næstkomandi. Miðasala er í fullum gangi á miði.is.
Harmageddon Mest lesið Hvetur til sniðgöngu verslana Bónus og Hagkaupa Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Vildu fá að ritskoða spurningar Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Högni sveipaður dulúð og þokka Harmageddon Atburðarás í Árbæ vekur upp margar spurningar Harmageddon Segir Ísland síðasta vígi kristinna manna Harmageddon Einn afkastamesti lagahöfundur okkar tíma Harmageddon Sannleikurinn: Útskriftarbekkur í MR byrjar með heitasta piparsveini landsins Harmageddon Hljómsveitin The Pixies snýr aftur með nýtt efni Harmageddon