Honda kynnir lítinn blæjubíl í Tokyo Finnur Thorlacius skrifar 24. október 2013 10:30 Honda er ekki ýkja þekkt fyrir framleiðslu blæjubíla. Undantekningar frá því eru reyndar Honda S2000 og Honda Civic del Sol. Á bílasýningunni í Tokyo mun Honda hinsvegar kynna smávaxinn blæjubíl sem fengið hefur nafnið Honda S660, en nafnið bendir til þess að vélin í bílnum sé 0,66 lítra, sem verður að teljast agnarlítil en er örugglega spræk í þessum litla bíl. Ef til vill er þessi bíll svarið við Mazda MX-5 bílnum, sem og Toyota GT-86/Subaru BRZ. Honda mun einnig kynna jeppling sem byggður er á sama undirvagni og smábíllinn Jazz, en hann hefur verið kallaður Urban SUV Concept hingað til, hvað sem hann svo mun heita á sýningunni. Honda mun einnig sýna NSX sportbílinn og heilan helling af mótorhjólum. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent
Honda er ekki ýkja þekkt fyrir framleiðslu blæjubíla. Undantekningar frá því eru reyndar Honda S2000 og Honda Civic del Sol. Á bílasýningunni í Tokyo mun Honda hinsvegar kynna smávaxinn blæjubíl sem fengið hefur nafnið Honda S660, en nafnið bendir til þess að vélin í bílnum sé 0,66 lítra, sem verður að teljast agnarlítil en er örugglega spræk í þessum litla bíl. Ef til vill er þessi bíll svarið við Mazda MX-5 bílnum, sem og Toyota GT-86/Subaru BRZ. Honda mun einnig kynna jeppling sem byggður er á sama undirvagni og smábíllinn Jazz, en hann hefur verið kallaður Urban SUV Concept hingað til, hvað sem hann svo mun heita á sýningunni. Honda mun einnig sýna NSX sportbílinn og heilan helling af mótorhjólum.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent