Honda kynnir lítinn blæjubíl í Tokyo Finnur Thorlacius skrifar 24. október 2013 10:30 Honda er ekki ýkja þekkt fyrir framleiðslu blæjubíla. Undantekningar frá því eru reyndar Honda S2000 og Honda Civic del Sol. Á bílasýningunni í Tokyo mun Honda hinsvegar kynna smávaxinn blæjubíl sem fengið hefur nafnið Honda S660, en nafnið bendir til þess að vélin í bílnum sé 0,66 lítra, sem verður að teljast agnarlítil en er örugglega spræk í þessum litla bíl. Ef til vill er þessi bíll svarið við Mazda MX-5 bílnum, sem og Toyota GT-86/Subaru BRZ. Honda mun einnig kynna jeppling sem byggður er á sama undirvagni og smábíllinn Jazz, en hann hefur verið kallaður Urban SUV Concept hingað til, hvað sem hann svo mun heita á sýningunni. Honda mun einnig sýna NSX sportbílinn og heilan helling af mótorhjólum. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Honda er ekki ýkja þekkt fyrir framleiðslu blæjubíla. Undantekningar frá því eru reyndar Honda S2000 og Honda Civic del Sol. Á bílasýningunni í Tokyo mun Honda hinsvegar kynna smávaxinn blæjubíl sem fengið hefur nafnið Honda S660, en nafnið bendir til þess að vélin í bílnum sé 0,66 lítra, sem verður að teljast agnarlítil en er örugglega spræk í þessum litla bíl. Ef til vill er þessi bíll svarið við Mazda MX-5 bílnum, sem og Toyota GT-86/Subaru BRZ. Honda mun einnig kynna jeppling sem byggður er á sama undirvagni og smábíllinn Jazz, en hann hefur verið kallaður Urban SUV Concept hingað til, hvað sem hann svo mun heita á sýningunni. Honda mun einnig sýna NSX sportbílinn og heilan helling af mótorhjólum.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent