Raunhæfur flugbíll Finnur Thorlacius skrifar 24. október 2013 08:45 Henry Ford sagði árið 1940, „Takið eftir orðum mínum, en farartæki sem sameinar bíl og flugvél er handan við hornið. Þið farið örugglega að hlæja, en þetta er að fara að gerast“. Vissulega var þetta rétt hjá Henry Ford, svona farartæki eru nú til, en það eru hinsvegar liðin 73 ár síðan hann lét þessi orð falla. Langur vegur er frá að svona farartæki sé í almenningseigu, en því hyggst maður einn í Slóvakíu breyta. Hann hefur eytt 20 árum ævi sinnar í að þróa svona farartæki og í myndskeiðinu má sjá hversu vel það virkar. Flugbíll Slóvakans Stefan Klein er smíðaður úr stáli og koltrefjum og vegur aðeins 450 kíló. Vélin sem knýr hann áfram er Rotax 912. Hámarks flughraði er 200 km/klst en hámarksökuhraði er ríflega 160 km/klst. Flugþolið er 692 km, en ef hann er á hjólunum kemst hann 500 km. Ekki fylgir sögunni hvað farartækið kemur til með að kosta. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent
Henry Ford sagði árið 1940, „Takið eftir orðum mínum, en farartæki sem sameinar bíl og flugvél er handan við hornið. Þið farið örugglega að hlæja, en þetta er að fara að gerast“. Vissulega var þetta rétt hjá Henry Ford, svona farartæki eru nú til, en það eru hinsvegar liðin 73 ár síðan hann lét þessi orð falla. Langur vegur er frá að svona farartæki sé í almenningseigu, en því hyggst maður einn í Slóvakíu breyta. Hann hefur eytt 20 árum ævi sinnar í að þróa svona farartæki og í myndskeiðinu má sjá hversu vel það virkar. Flugbíll Slóvakans Stefan Klein er smíðaður úr stáli og koltrefjum og vegur aðeins 450 kíló. Vélin sem knýr hann áfram er Rotax 912. Hámarks flughraði er 200 km/klst en hámarksökuhraði er ríflega 160 km/klst. Flugþolið er 692 km, en ef hann er á hjólunum kemst hann 500 km. Ekki fylgir sögunni hvað farartækið kemur til með að kosta.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent