Aflmikill, ódýr, léttur og sparneytinn Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2013 13:15 Caterham framleiðir afar skemmtilega sportbíla sem sameina margt það allra besta sem áhugamenn um aflmikla og aksturshæfa bíla dreymir um. Nýjasta afurð bretanna frá Caterham heitir AeroSeven og vegur aðeins 490 kíló, er 6,5 sekúndur í hundraðið, með hámarkshraðann 160 og liggur eins og klessa. Hann kostar aðeins 2,9 milljónir í Bretlandi. Hlutfallið hestöfl pr. tonn er 161 hestafl sem gerir hann að afar öflugum bíl þó svo hann sé einungis með 79 hestafla Suzuki mótor sem er þriggja strokka. Einnig má fá þennan bíl með 240 hestafla tveggja lítra vél sem skilar honum í hundraðið á innan við 4 sekúndum. Caterham er einnig að vinna að bíl með minni vélinni sem er byggður með koltrefjum og þá verður hann ennþá sneggri og með enn betri aksturshæfni. Sá bíll mun kosta aðeins meira, eða 3,5 milljónir króna. Allir gerðir þessa bíls eru tveggja sæta. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent
Caterham framleiðir afar skemmtilega sportbíla sem sameina margt það allra besta sem áhugamenn um aflmikla og aksturshæfa bíla dreymir um. Nýjasta afurð bretanna frá Caterham heitir AeroSeven og vegur aðeins 490 kíló, er 6,5 sekúndur í hundraðið, með hámarkshraðann 160 og liggur eins og klessa. Hann kostar aðeins 2,9 milljónir í Bretlandi. Hlutfallið hestöfl pr. tonn er 161 hestafl sem gerir hann að afar öflugum bíl þó svo hann sé einungis með 79 hestafla Suzuki mótor sem er þriggja strokka. Einnig má fá þennan bíl með 240 hestafla tveggja lítra vél sem skilar honum í hundraðið á innan við 4 sekúndum. Caterham er einnig að vinna að bíl með minni vélinni sem er byggður með koltrefjum og þá verður hann ennþá sneggri og með enn betri aksturshæfni. Sá bíll mun kosta aðeins meira, eða 3,5 milljónir króna. Allir gerðir þessa bíls eru tveggja sæta.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent