Benz tvöfaldar sölu S-Class Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2013 08:15 Mercedes Benz S-Class Mercedes Benz hefur tekið á móti 30.000 pöntunum eingöngu í Evrópu í nýja kynslóð hins stóra S-Class lúxusbíls á aðeins 3 mánuðum. Allt árið í fyrra seldust þar 65.000 slíkir bílar og hefur því eftirspurnin nær tvöfaldast. Því eru forsvarsmenn Mercedes Benz í Stuttgart í skýjunum, þar sem ákveðinnar hræðslu gætti við að markaðssetja svo dýran bíl á tímum erfiðrar bílasölu í álfunni. S-Class bíllinn kostar skildinginn, 72.000 Evrur, eða tæpar 12 milljónir króna. S-Class bíll Mercedes Benz hefur ávallt selst ágætlega í Bandaríkjunum og er svo enn, þó svo Tesla Model S hafa vissulega klipið mjög af öðrum framleiðendum stórra lúxusbíla þar. Mercedes Benz seldi fleiri bíla í september en fyrirtækið hefur nokkurntíma gert áður ef allar gerðir þess eru lagðar saman. Vóg þar mjög mikil sala í Asíu, þá helst í Kína og Japan. Kínamarkaður er Benz mjög mikilvægur þar sem næstum jafn margir Mercedes Benz bílar seljast þar og í Þýskalandi og örugglega stutt í að Kína fari framúr heimalandinu í sölu, líklega á næsta ári. Ekkert sérlega ljótur að innan Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent
Mercedes Benz hefur tekið á móti 30.000 pöntunum eingöngu í Evrópu í nýja kynslóð hins stóra S-Class lúxusbíls á aðeins 3 mánuðum. Allt árið í fyrra seldust þar 65.000 slíkir bílar og hefur því eftirspurnin nær tvöfaldast. Því eru forsvarsmenn Mercedes Benz í Stuttgart í skýjunum, þar sem ákveðinnar hræðslu gætti við að markaðssetja svo dýran bíl á tímum erfiðrar bílasölu í álfunni. S-Class bíllinn kostar skildinginn, 72.000 Evrur, eða tæpar 12 milljónir króna. S-Class bíll Mercedes Benz hefur ávallt selst ágætlega í Bandaríkjunum og er svo enn, þó svo Tesla Model S hafa vissulega klipið mjög af öðrum framleiðendum stórra lúxusbíla þar. Mercedes Benz seldi fleiri bíla í september en fyrirtækið hefur nokkurntíma gert áður ef allar gerðir þess eru lagðar saman. Vóg þar mjög mikil sala í Asíu, þá helst í Kína og Japan. Kínamarkaður er Benz mjög mikilvægur þar sem næstum jafn margir Mercedes Benz bílar seljast þar og í Þýskalandi og örugglega stutt í að Kína fari framúr heimalandinu í sölu, líklega á næsta ári. Ekkert sérlega ljótur að innan
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent