Benz CLA langbakur árið 2015 Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2013 11:33 Mercedes Bens CLA langbakur fær útlitið frá CLS Shooting Brake. Nýjar gerðir bíla streyma nú frá Mercedes Benz. Ekki er ýkja langt síðan Benz kynnti CLA fólksbílinn, sem byggður er á sama undirvagni og minnst bíll þeirra, A-Class. Langbaksgerð CLA bílsins mun svo líta dagsins ljós árið 2015 og verður mjög líkur stærri bróðurnum, CLS Shooting Brake og er ekki leiðum að líkjast þar. CLA bíllinn var upphaflega hugsaður til þess að freista nýrra viðskiptavina í Bandaríkjunum, fólki sem ekki er tilbúið til að eyða meira en 30.000 dollurum í bíl, enda kostar hann 29.900 dollara þar. CLA langbakur verður fimmti bíll Benz sem er framhjóladrifinn, en þeir eru allir af minni gerð Mercedes Benz bíla. Þessar gerðir eru A og B-Class, CLA og GLA jepplingurinn og nú sá fimmti, CLA langbakur. Heyrst hafði að Benz menn væru með blæju CLA á prjónunum, en nýjustu fréttir benda til þess að svo verði ekki, þá í fyrsta lagi með nýrri kynslóð sem kæmi á markað eftir um 5 ár. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Nýjar gerðir bíla streyma nú frá Mercedes Benz. Ekki er ýkja langt síðan Benz kynnti CLA fólksbílinn, sem byggður er á sama undirvagni og minnst bíll þeirra, A-Class. Langbaksgerð CLA bílsins mun svo líta dagsins ljós árið 2015 og verður mjög líkur stærri bróðurnum, CLS Shooting Brake og er ekki leiðum að líkjast þar. CLA bíllinn var upphaflega hugsaður til þess að freista nýrra viðskiptavina í Bandaríkjunum, fólki sem ekki er tilbúið til að eyða meira en 30.000 dollurum í bíl, enda kostar hann 29.900 dollara þar. CLA langbakur verður fimmti bíll Benz sem er framhjóladrifinn, en þeir eru allir af minni gerð Mercedes Benz bíla. Þessar gerðir eru A og B-Class, CLA og GLA jepplingurinn og nú sá fimmti, CLA langbakur. Heyrst hafði að Benz menn væru með blæju CLA á prjónunum, en nýjustu fréttir benda til þess að svo verði ekki, þá í fyrsta lagi með nýrri kynslóð sem kæmi á markað eftir um 5 ár.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent