Volvo hættir framleiðslu C70 Finnur Thorlacius skrifar 31. október 2013 14:45 Volvo C70 blæjubíll. Í lok þessa árs mun framleiðslu á Volvo C70 Coupe bílnum verða hætt. Ekki nóg með það heldur mun verksmiðjan sem framleitt hefur þennan bíl í Svíþjóð verða lokað. Volvo C70 kom fyrst fram árið 1997, bæði sem blæjubíll og með harðan topp. Volvo hefur ætlað hinum nýja Volvo Concept Coupe, sem sýndur var á bílasýningunni í Frankfürt nýlega, að taka við C70. Á þeim bíl gæti þó orðið bið og víst að sá bíll verður ekki kominn í sölu þegar æviskeiði C70 lýkur. Mjög mikið er að gerast hjá Volvo, þ.e. helst í hönnunardeild þeirra, þar sem flestir framleiðslubílar Volvo eru nú að fara í gegnum endurhönnun. Næsti nýi bíll sem Volvo kynnir verður XC90 jeppinn sem Volvo hefur frestað útkomu á trekk í trekk. Volvo Concept Coupe þótti með fallegri bílum á bílasýningunni í Frankfürt. Honum er ætlað að leysa af C70 bílinn. Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent
Í lok þessa árs mun framleiðslu á Volvo C70 Coupe bílnum verða hætt. Ekki nóg með það heldur mun verksmiðjan sem framleitt hefur þennan bíl í Svíþjóð verða lokað. Volvo C70 kom fyrst fram árið 1997, bæði sem blæjubíll og með harðan topp. Volvo hefur ætlað hinum nýja Volvo Concept Coupe, sem sýndur var á bílasýningunni í Frankfürt nýlega, að taka við C70. Á þeim bíl gæti þó orðið bið og víst að sá bíll verður ekki kominn í sölu þegar æviskeiði C70 lýkur. Mjög mikið er að gerast hjá Volvo, þ.e. helst í hönnunardeild þeirra, þar sem flestir framleiðslubílar Volvo eru nú að fara í gegnum endurhönnun. Næsti nýi bíll sem Volvo kynnir verður XC90 jeppinn sem Volvo hefur frestað útkomu á trekk í trekk. Volvo Concept Coupe þótti með fallegri bílum á bílasýningunni í Frankfürt. Honum er ætlað að leysa af C70 bílinn.
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent