Nissan með stefnumarkandi rafbíl Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2013 09:15 Á bílasýningunni í Tokyo hefur Nissan nú kynnt rafmagnsbíl sem er engum líkur í laginu. Þar fer bíll sem er einkar mjór að framan en breiður að aftan til að auka stöðugleika hans á vegi og kljúfa loftið betur. Hann hefur fengið nafnið Nissan Bladeglider. Þetta er í raun keppnisbíll sem þó gæti ratað á göturnar fyrir almenning. Bíllinn er gerður fyrir 3 farþega, einn að framan og tvo að aftan. Bíllinn er smíðaður úr koltrefjum og botninn er alveg sléttur, til að minnka loftmótsstöðu hans sem mest. Rafmótorarnir eru í hjólunum, sem er eitthvað sem ekki hefur sést mikið af áður. Það gerir hönnuðum bílsins kleift að nýta rými yfirbyggingar bílsins betur. Hann er með vængjahurðum og þyngdardreifing milli öxla er 30/70, framan/aftan. Ekki er alveg víst að framleiðslubíllinn, ef af honum verður, muni líta nákvæmlega svona út eins og á myndinni sést, en þessi bíll á þó að gefa tóninn fyrir framtíðarþróun Nissan á rafmagnsbílum. Óvenjulegur í laginu og afar straumlínulagaður. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent
Á bílasýningunni í Tokyo hefur Nissan nú kynnt rafmagnsbíl sem er engum líkur í laginu. Þar fer bíll sem er einkar mjór að framan en breiður að aftan til að auka stöðugleika hans á vegi og kljúfa loftið betur. Hann hefur fengið nafnið Nissan Bladeglider. Þetta er í raun keppnisbíll sem þó gæti ratað á göturnar fyrir almenning. Bíllinn er gerður fyrir 3 farþega, einn að framan og tvo að aftan. Bíllinn er smíðaður úr koltrefjum og botninn er alveg sléttur, til að minnka loftmótsstöðu hans sem mest. Rafmótorarnir eru í hjólunum, sem er eitthvað sem ekki hefur sést mikið af áður. Það gerir hönnuðum bílsins kleift að nýta rými yfirbyggingar bílsins betur. Hann er með vængjahurðum og þyngdardreifing milli öxla er 30/70, framan/aftan. Ekki er alveg víst að framleiðslubíllinn, ef af honum verður, muni líta nákvæmlega svona út eins og á myndinni sést, en þessi bíll á þó að gefa tóninn fyrir framtíðarþróun Nissan á rafmagnsbílum. Óvenjulegur í laginu og afar straumlínulagaður.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent