Smáir bílar fyrir stóra framtíð Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2013 11:45 Smábílarnir fjórir. Suzuki er hvað þekktast fyrir smíði smærri bíla og ætlar greinilega ekki að víkja af leið, enda gengur þeim ágætlega nú. Síðar í þessum mánuði mun Suzuki sýna eina fjóra hugmyndabíla á bílasýningunni í Tokyo og víst er að þeim er ekki ætlað að slá í gegn í landi hinna stóru bíla í Bandaríkjunum. Bílarnir heita Crosshiker, X-Lander og hinu umdeilanlega nafni Hustler og Hustler Coupe. Crosshiker er smár jepplingur sem vegur aðeins 810 kíló og er með 1,0 lítra þriggja strokka vél. Bíllinn á að höfða til þeirra sem bæði setja umhverfissjónarmið á oddinn og kjósa spennu. X-Lander er byggður á Jimny bíl Suzuki, en verður tvinnbíll með 1,3 lítra vél og fjórhjóladrifinn. Hann er bæði ætlaður sem lipur borgarbíll en fær um að fara ótroðnar slóðir, enda bíllinn með ágæta veghæð. Hustler og Hustler Coupe er rúmgóðir strumpastrætóar, rúmgóðir að innan en samt nettir að utan. Eins og dótabíll í útliti en með góða veghæð. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent
Suzuki er hvað þekktast fyrir smíði smærri bíla og ætlar greinilega ekki að víkja af leið, enda gengur þeim ágætlega nú. Síðar í þessum mánuði mun Suzuki sýna eina fjóra hugmyndabíla á bílasýningunni í Tokyo og víst er að þeim er ekki ætlað að slá í gegn í landi hinna stóru bíla í Bandaríkjunum. Bílarnir heita Crosshiker, X-Lander og hinu umdeilanlega nafni Hustler og Hustler Coupe. Crosshiker er smár jepplingur sem vegur aðeins 810 kíló og er með 1,0 lítra þriggja strokka vél. Bíllinn á að höfða til þeirra sem bæði setja umhverfissjónarmið á oddinn og kjósa spennu. X-Lander er byggður á Jimny bíl Suzuki, en verður tvinnbíll með 1,3 lítra vél og fjórhjóladrifinn. Hann er bæði ætlaður sem lipur borgarbíll en fær um að fara ótroðnar slóðir, enda bíllinn með ágæta veghæð. Hustler og Hustler Coupe er rúmgóðir strumpastrætóar, rúmgóðir að innan en samt nettir að utan. Eins og dótabíll í útliti en með góða veghæð.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent