Smáir bílar fyrir stóra framtíð Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2013 11:45 Smábílarnir fjórir. Suzuki er hvað þekktast fyrir smíði smærri bíla og ætlar greinilega ekki að víkja af leið, enda gengur þeim ágætlega nú. Síðar í þessum mánuði mun Suzuki sýna eina fjóra hugmyndabíla á bílasýningunni í Tokyo og víst er að þeim er ekki ætlað að slá í gegn í landi hinna stóru bíla í Bandaríkjunum. Bílarnir heita Crosshiker, X-Lander og hinu umdeilanlega nafni Hustler og Hustler Coupe. Crosshiker er smár jepplingur sem vegur aðeins 810 kíló og er með 1,0 lítra þriggja strokka vél. Bíllinn á að höfða til þeirra sem bæði setja umhverfissjónarmið á oddinn og kjósa spennu. X-Lander er byggður á Jimny bíl Suzuki, en verður tvinnbíll með 1,3 lítra vél og fjórhjóladrifinn. Hann er bæði ætlaður sem lipur borgarbíll en fær um að fara ótroðnar slóðir, enda bíllinn með ágæta veghæð. Hustler og Hustler Coupe er rúmgóðir strumpastrætóar, rúmgóðir að innan en samt nettir að utan. Eins og dótabíll í útliti en með góða veghæð. Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent
Suzuki er hvað þekktast fyrir smíði smærri bíla og ætlar greinilega ekki að víkja af leið, enda gengur þeim ágætlega nú. Síðar í þessum mánuði mun Suzuki sýna eina fjóra hugmyndabíla á bílasýningunni í Tokyo og víst er að þeim er ekki ætlað að slá í gegn í landi hinna stóru bíla í Bandaríkjunum. Bílarnir heita Crosshiker, X-Lander og hinu umdeilanlega nafni Hustler og Hustler Coupe. Crosshiker er smár jepplingur sem vegur aðeins 810 kíló og er með 1,0 lítra þriggja strokka vél. Bíllinn á að höfða til þeirra sem bæði setja umhverfissjónarmið á oddinn og kjósa spennu. X-Lander er byggður á Jimny bíl Suzuki, en verður tvinnbíll með 1,3 lítra vél og fjórhjóladrifinn. Hann er bæði ætlaður sem lipur borgarbíll en fær um að fara ótroðnar slóðir, enda bíllinn með ágæta veghæð. Hustler og Hustler Coupe er rúmgóðir strumpastrætóar, rúmgóðir að innan en samt nettir að utan. Eins og dótabíll í útliti en með góða veghæð.
Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent