Daimler kaupir 12% í Beijing Automotive Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2013 16:15 Fleiri og fleiri svona merki sjást nú í Kína. Samstarf Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, og kínverska bílaframleiðandans Beijing Automotive hefur staðið yfir í nokkurn tíma en það verður styrkt enn frekar í dag með kaupum Daimler á hlutabréfum í Beijing Automotive. Daimler fær tvö sæti í stjórn fyrirtæksins og á móti fær Beijing Automotive að smíða bíla með undirvagni frá Mercedes Benz. Í verksmiðjum BAIC, sem Beijing Automotive á 51% hlut í hafa verið framleiddar Mercedes Benz vélar og mun svo áfram verða. Búist er við því að Beijing Automotive muni brátt einnig kaupa hluti í Daimler, sem enn frekar mun treysta samstarfið á milli fyrirtækjanna. Ekki er ljóst hvað fjárfesting Daimler kostar, en ljáð er máls á því að Daimler sé að gera kostakaup. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent
Samstarf Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, og kínverska bílaframleiðandans Beijing Automotive hefur staðið yfir í nokkurn tíma en það verður styrkt enn frekar í dag með kaupum Daimler á hlutabréfum í Beijing Automotive. Daimler fær tvö sæti í stjórn fyrirtæksins og á móti fær Beijing Automotive að smíða bíla með undirvagni frá Mercedes Benz. Í verksmiðjum BAIC, sem Beijing Automotive á 51% hlut í hafa verið framleiddar Mercedes Benz vélar og mun svo áfram verða. Búist er við því að Beijing Automotive muni brátt einnig kaupa hluti í Daimler, sem enn frekar mun treysta samstarfið á milli fyrirtækjanna. Ekki er ljóst hvað fjárfesting Daimler kostar, en ljáð er máls á því að Daimler sé að gera kostakaup.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent