Slökkviliðið í Dubai fær Corvettu Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2013 13:30 Corvetta slökkviliðsins í Dubai. Allt það alfurðulegasta í bílaheiminum gerist í olíuríkinu Dubai. Þar ekur lögreglan um á mörgum gerðum ofursportbíla og ekki má nú slökkviliðið þar vera eftirbátur hennar. Því hefur slökkviðið fengið í sína þjónustu forláta Chevrolet Corvettu af 2014 árgerð, enda brýn þörf á að vera snöggur á staðinn í svo eldfimu landi. Það er þó örðugt að koma nokkrum tonnum af vatni í Corvettuna svo aðrir bílar sjá víst um það en þeir á Corvettunni geta skipulagt slökkvistarfið vel á undan ef þeir kunna eitthvað að aka svo kraftmiklum bíl þar syðra. Tilkoma Corvettunnar er víst ekki síst til ímyndarsköpunar fyrir slökkviliðið á sýningum að því segir í frétt frá Dubai. Bíllinn er af gerðinni Corvette C7 Stingray og því auðvitað dýrasta útgáfa bílsins, hvað annað! Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent
Allt það alfurðulegasta í bílaheiminum gerist í olíuríkinu Dubai. Þar ekur lögreglan um á mörgum gerðum ofursportbíla og ekki má nú slökkviliðið þar vera eftirbátur hennar. Því hefur slökkviðið fengið í sína þjónustu forláta Chevrolet Corvettu af 2014 árgerð, enda brýn þörf á að vera snöggur á staðinn í svo eldfimu landi. Það er þó örðugt að koma nokkrum tonnum af vatni í Corvettuna svo aðrir bílar sjá víst um það en þeir á Corvettunni geta skipulagt slökkvistarfið vel á undan ef þeir kunna eitthvað að aka svo kraftmiklum bíl þar syðra. Tilkoma Corvettunnar er víst ekki síst til ímyndarsköpunar fyrir slökkviliðið á sýningum að því segir í frétt frá Dubai. Bíllinn er af gerðinni Corvette C7 Stingray og því auðvitað dýrasta útgáfa bílsins, hvað annað!
Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent