McLaren P1 uppseldur Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2013 14:45 McLaren P1 ofurbíllinn. Það vefst ekki fyrir 375 kaupendum McLaren að reiða fram 141 milljónir króna fyrir nýjasta bíl McLaren, P1. Framleiðandinn ætlar bara að framleiða 375 eintök af bílnum og nú er orðið of seint að tryggja sér eintak, þeir eru uppseldir. Kaupendurnir hafa þegar reitt fram fyrirframgreiðslu í bíla sína svo McLaren ætti ekki að vera fjárvana við að smíða þessu eintök. Langur biðlisti hefur reyndar myndast, ef ske kynni að einhver kaupendann hrykki úr skaftinu. McLaren er aðeins búið að fullklára 12 eintök af bílnum og suma af þeim er þegar búið að afhenda og eru allir kaupendur þeirra í Evrópu. McLaren hafði það markmið að selja alla bílana fyrir árslok og það hefur því tekist aðeins á undan áætlun. Þeir sem ekki náðu að tryggja sér eintak geta fullt eins tryggt sér eintak af ofursportbíl með tvinntækni í formi Porsche 918 Spyder bílsins sem líklega er enn betri akstursbíll og sneggri en McLaren P1. Hann kostar líka talsvert minna, eða 104 milljónir króna. Einn ofurtvinnbíllinn enn er á boðstólum, eða Ferrari LaFerrari, svo enginn þarf að fara á límingunum þó svo McLaren P1 sé uppseldur. Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent
Það vefst ekki fyrir 375 kaupendum McLaren að reiða fram 141 milljónir króna fyrir nýjasta bíl McLaren, P1. Framleiðandinn ætlar bara að framleiða 375 eintök af bílnum og nú er orðið of seint að tryggja sér eintak, þeir eru uppseldir. Kaupendurnir hafa þegar reitt fram fyrirframgreiðslu í bíla sína svo McLaren ætti ekki að vera fjárvana við að smíða þessu eintök. Langur biðlisti hefur reyndar myndast, ef ske kynni að einhver kaupendann hrykki úr skaftinu. McLaren er aðeins búið að fullklára 12 eintök af bílnum og suma af þeim er þegar búið að afhenda og eru allir kaupendur þeirra í Evrópu. McLaren hafði það markmið að selja alla bílana fyrir árslok og það hefur því tekist aðeins á undan áætlun. Þeir sem ekki náðu að tryggja sér eintak geta fullt eins tryggt sér eintak af ofursportbíl með tvinntækni í formi Porsche 918 Spyder bílsins sem líklega er enn betri akstursbíll og sneggri en McLaren P1. Hann kostar líka talsvert minna, eða 104 milljónir króna. Einn ofurtvinnbíllinn enn er á boðstólum, eða Ferrari LaFerrari, svo enginn þarf að fara á límingunum þó svo McLaren P1 sé uppseldur.
Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent