S-línan hlýtur Gullna stýrið Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2013 15:00 Mercedes Benz S-Class Nýja S-lína Mercedes Benz hlaut á dögunum vegtylluna Gullna stýrið sem besti nýi lúxusbíllinn. Það eru þýsku bílaritin Bild am Sonntag og AutoBild sem veita verðlaunin og þykja þau mjög eftirsótt.Mikillar spenna hefur gætt fyrir komu S-línunnar en nýi bíllinn þykir bæði fallegur auk þess sem hann er háþróaður og tæknivæddur. Hann er með myndavélar og ratsjárskynjara og hvort tveggja skannar veg og akreinar allt umhverfis bílinn í 360 gráður eins og augu og eyru. S-línan veit því þegar aðrir bílar nálgast á of miklum hraða á samsíða akreinum og varar ökumann við yfirvofandi hættu sem því getur fylgt. Með skynjurum og ratsjá veit S-Class þegar stefnir í aftanákeyrslu og getur með sjálfvirkum hætti beitt bremsubúnaði bílsins og virkjað jafnframt neyðarljósin til að aðvara aðra vegfarendur um yfirvofandi hættu.S-línan getur meira að segja beitt sjálfstýringu til að halda sér á réttri akrein ef ökumaður missir stjórnina við það að þreyta sígur á hann. Vélarnar sem eru í boði í bílnum eru 3 lítra V6 díeselvél með túrbínu sem skilar 255 hestöflum, 302 hestafla 3,5 lítra V6 tvinnvél og 4,7 lítra bensínvél sem skilar 449 hestöflum.Ofurútgáfan af S-línunni í AMG útfærslu verður frumsýnd í Los Angeles í næstu viku. Sú útgáfa verður með sex lítra V12 vél með tveimur forþjöppum og er 630 hestöfl og með 1000 Nm togi. Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent
Nýja S-lína Mercedes Benz hlaut á dögunum vegtylluna Gullna stýrið sem besti nýi lúxusbíllinn. Það eru þýsku bílaritin Bild am Sonntag og AutoBild sem veita verðlaunin og þykja þau mjög eftirsótt.Mikillar spenna hefur gætt fyrir komu S-línunnar en nýi bíllinn þykir bæði fallegur auk þess sem hann er háþróaður og tæknivæddur. Hann er með myndavélar og ratsjárskynjara og hvort tveggja skannar veg og akreinar allt umhverfis bílinn í 360 gráður eins og augu og eyru. S-línan veit því þegar aðrir bílar nálgast á of miklum hraða á samsíða akreinum og varar ökumann við yfirvofandi hættu sem því getur fylgt. Með skynjurum og ratsjá veit S-Class þegar stefnir í aftanákeyrslu og getur með sjálfvirkum hætti beitt bremsubúnaði bílsins og virkjað jafnframt neyðarljósin til að aðvara aðra vegfarendur um yfirvofandi hættu.S-línan getur meira að segja beitt sjálfstýringu til að halda sér á réttri akrein ef ökumaður missir stjórnina við það að þreyta sígur á hann. Vélarnar sem eru í boði í bílnum eru 3 lítra V6 díeselvél með túrbínu sem skilar 255 hestöflum, 302 hestafla 3,5 lítra V6 tvinnvél og 4,7 lítra bensínvél sem skilar 449 hestöflum.Ofurútgáfan af S-línunni í AMG útfærslu verður frumsýnd í Los Angeles í næstu viku. Sú útgáfa verður með sex lítra V12 vél með tveimur forþjöppum og er 630 hestöfl og með 1000 Nm togi.
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent