Audi flýgur 70 metra yfir landamæri Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2013 08:45 Ekki sérlega fagur Audi eftir flugferðina. Fæstir fljúga yfir landamæri nema í flugvélum. Þessi Audi eigandi gerði það hinsvegar yfir landamæri Frakklands og Sviss og fór 70 metra í stökkinu og var mest í um 5 metra hæð. Bíllinn fór heilan hring í flugferðinni en lenti á hjólunum. Hann stökk yfir gjaldtökuhús landamærastöðvarinnar á leiðinni. Þessi flugferð hefur væntanlega litið út eins og vel æft stuntatriði í bíómynd, en svo var þó alls ekki, heldur voru lukkudísirnar með í för. Þetta gerðist í síðustu viku en bíllinn var langt yfir leyfilegum hámarkshraða og lenti á vegriði og fór svona óvenjulega yfir landamærin. Ökumaðurinn gaf þá skýringu á óhappinu að hann hafi verið að endurstilla leiðsögukerfi bílsins, en það er greinilega ekki ráðlegt á mikilli ferð. Bæði ökumaðurinn og farþegar hans komust svo til ómeiddir úr óhappinu, þótt ótrúlegt megi virðast, en bílstjórinn meiddist þó aðeins á hendi. Bíllinn er þó ónýtur, eins og glögglega sést. Hér hófst flugferð Audi bílsins. Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent
Fæstir fljúga yfir landamæri nema í flugvélum. Þessi Audi eigandi gerði það hinsvegar yfir landamæri Frakklands og Sviss og fór 70 metra í stökkinu og var mest í um 5 metra hæð. Bíllinn fór heilan hring í flugferðinni en lenti á hjólunum. Hann stökk yfir gjaldtökuhús landamærastöðvarinnar á leiðinni. Þessi flugferð hefur væntanlega litið út eins og vel æft stuntatriði í bíómynd, en svo var þó alls ekki, heldur voru lukkudísirnar með í för. Þetta gerðist í síðustu viku en bíllinn var langt yfir leyfilegum hámarkshraða og lenti á vegriði og fór svona óvenjulega yfir landamærin. Ökumaðurinn gaf þá skýringu á óhappinu að hann hafi verið að endurstilla leiðsögukerfi bílsins, en það er greinilega ekki ráðlegt á mikilli ferð. Bæði ökumaðurinn og farþegar hans komust svo til ómeiddir úr óhappinu, þótt ótrúlegt megi virðast, en bílstjórinn meiddist þó aðeins á hendi. Bíllinn er þó ónýtur, eins og glögglega sést. Hér hófst flugferð Audi bílsins.
Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent