Fjórðungur gefur bíl sínum gælunafn Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2013 10:15 Í frétt frá USA Today kemur fram að fjórðungur fólks gefur bílnum sínum gælunafn og 36% fólks á aldrinum 18 til 34 ára gefur þeim nafn. Greinarhöfundur segir að amma hans hafi fengið sér nýjan Buick Verano um daginn og samstundis nefnt hann Veronica. Sá bíll leysir af hólmi Malibu bíl sem hún seldi, en hann hafði fengið nafnið Mindy. Þetta fannst honum býsna skondið, en staðreyndin er hinsvegar sú að þetta er að sama skapi algengt, en það leiðir rannsókn um þessa skemmtilegu staðreynd í ljós. Nafngift bílanna á að 31% hluta uppruna sinn í lit þeirra. Konur eru gjarnari á að gefa bílum sínum nafn, eða 27% þeirra, en 17% karlmanna. Karlmenn eru líklegri til að nefna bíla sína eftir þekktum persónum úr veraldarsögunni eða persónum úr kvikmyndum, en konur eftir börnum. Margir bílar hafa fengið nöfn í þekktum kvikmyndum og skemmst er að minnast Eleanor úr Gone in 60 Seconds, Christine úr myndinni Christine og Herbie bílnum úr samnefndri kvikmynd. Sjá má brot úr þeirri kvikmynd í myndskeiðinu. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Í frétt frá USA Today kemur fram að fjórðungur fólks gefur bílnum sínum gælunafn og 36% fólks á aldrinum 18 til 34 ára gefur þeim nafn. Greinarhöfundur segir að amma hans hafi fengið sér nýjan Buick Verano um daginn og samstundis nefnt hann Veronica. Sá bíll leysir af hólmi Malibu bíl sem hún seldi, en hann hafði fengið nafnið Mindy. Þetta fannst honum býsna skondið, en staðreyndin er hinsvegar sú að þetta er að sama skapi algengt, en það leiðir rannsókn um þessa skemmtilegu staðreynd í ljós. Nafngift bílanna á að 31% hluta uppruna sinn í lit þeirra. Konur eru gjarnari á að gefa bílum sínum nafn, eða 27% þeirra, en 17% karlmanna. Karlmenn eru líklegri til að nefna bíla sína eftir þekktum persónum úr veraldarsögunni eða persónum úr kvikmyndum, en konur eftir börnum. Margir bílar hafa fengið nöfn í þekktum kvikmyndum og skemmst er að minnast Eleanor úr Gone in 60 Seconds, Christine úr myndinni Christine og Herbie bílnum úr samnefndri kvikmynd. Sjá má brot úr þeirri kvikmynd í myndskeiðinu.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent