Volkswagen í vanda í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2013 09:54 Volkswagen Jetta er söluhæsta bílgerð Volkswagen í Bandaríkjunum í ár. Á árunum 2009 til 2012 tókst Volkswagen að tvöfalda sölu sína í Bandaríkjunum, en salan hjá Volkswagen þar hefur nú dregist saman milli ára síðustu 7 mánuði í röð. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að bílasala í Bandaríkjunum sé sífellt að aukast. Í síðasta mánuði minnkaði sala Volkswagen um 18% þrátt fyrir að markaðurinn þar hafi vaxið. Sala Volkswagen í heildina á þessu ári hefur minnkað um 4% en heildarsalan þar vestra vaxið um 8%. Volkswagen hefur fyrir nokkru gefið út það markmið að selja 800.000 bíla á ári í Bandaríkjunum árið 2018 og er það liður í því markmiði að verða stærsti bílaframleiðandi heims og fara fram úr Toyota og GM. Það virðist nokkuð bratt markmið í ljósi þess að á fyrstu 10 mánuðum þessa árs hefur Volkswagen selt alls 342.962 bíla og ef árið allt er framreiknað yrði salan 411.554 bílar. Það þýðir að Volkswagen verður að tvöfalda söluna frá 2013 til 2018. Þar sem það tókst frá 2009 til 2012 er alls ekki hægt að afskrifa spá Volkswagen, en víst er að bakslag virðist komið í áætlanir Volkswagen vestanhafs nú í ár. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Á árunum 2009 til 2012 tókst Volkswagen að tvöfalda sölu sína í Bandaríkjunum, en salan hjá Volkswagen þar hefur nú dregist saman milli ára síðustu 7 mánuði í röð. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að bílasala í Bandaríkjunum sé sífellt að aukast. Í síðasta mánuði minnkaði sala Volkswagen um 18% þrátt fyrir að markaðurinn þar hafi vaxið. Sala Volkswagen í heildina á þessu ári hefur minnkað um 4% en heildarsalan þar vestra vaxið um 8%. Volkswagen hefur fyrir nokkru gefið út það markmið að selja 800.000 bíla á ári í Bandaríkjunum árið 2018 og er það liður í því markmiði að verða stærsti bílaframleiðandi heims og fara fram úr Toyota og GM. Það virðist nokkuð bratt markmið í ljósi þess að á fyrstu 10 mánuðum þessa árs hefur Volkswagen selt alls 342.962 bíla og ef árið allt er framreiknað yrði salan 411.554 bílar. Það þýðir að Volkswagen verður að tvöfalda söluna frá 2013 til 2018. Þar sem það tókst frá 2009 til 2012 er alls ekki hægt að afskrifa spá Volkswagen, en víst er að bakslag virðist komið í áætlanir Volkswagen vestanhafs nú í ár.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent