Bensínverð á niðurleið í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2013 10:32 Verðlækkun á bensínverði gagnast flestum nema olíufurstum. Verð á galloni af bensíni gæti farið undir 3 dollara í Bandaríkjunum áður en árið er á enda. Meðalverð á gallonið í dag er 3,25 dollarar. Myndi það samsvara 8% lækkun. Ef samskonar lækkun ætti sér stað hérlendis færi núverandi verð úr um 242 krónum í 222 krónur og myndu íslenskum heimilum muna um það. Þrír dollarar fyrir gallonið samsvarar hinsvegar 96 krónum á lítra. Lækkunin vestanhafs er að hluta til vegna þess að vinnslukostnaður á bensíni lækkar ávallt á þessum tíma árs, en bensín sem ætlað er til notkunar á vetrarmánuðum er ódýrara í vinnslu en það sem notað er á á hlýrri tíma þess. Ennfremur eru bensínbirgðir nægar nú og þrýstir það einnig niður verði. Búist er við því að verðlækkunin muni endast fram á vor á næsta ári, en vaninn er að verð rísi á þeim tíma ársins. Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent
Verð á galloni af bensíni gæti farið undir 3 dollara í Bandaríkjunum áður en árið er á enda. Meðalverð á gallonið í dag er 3,25 dollarar. Myndi það samsvara 8% lækkun. Ef samskonar lækkun ætti sér stað hérlendis færi núverandi verð úr um 242 krónum í 222 krónur og myndu íslenskum heimilum muna um það. Þrír dollarar fyrir gallonið samsvarar hinsvegar 96 krónum á lítra. Lækkunin vestanhafs er að hluta til vegna þess að vinnslukostnaður á bensíni lækkar ávallt á þessum tíma árs, en bensín sem ætlað er til notkunar á vetrarmánuðum er ódýrara í vinnslu en það sem notað er á á hlýrri tíma þess. Ennfremur eru bensínbirgðir nægar nú og þrýstir það einnig niður verði. Búist er við því að verðlækkunin muni endast fram á vor á næsta ári, en vaninn er að verð rísi á þeim tíma ársins.
Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent