Ók niður hús Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2013 10:30 Þegar rallökumenn missa stjórn á bílum sínum verður það oftast til þess að þeir eyðileggja bíla sína og enda gjarnan langt utan vegar. Sjaldgæfara er að þeir lendi á húsum og gereyðileggi þau. Það gerðist þó í þessum rallakstri, en þar ekur einn keppnisbílanna á gafl á húsi sem muna má fífil sinn fegurri. Húsið virðist reyndar að hruni komið áður en bíllinn klárar verkið, en gaflinn hrynur einfaldlega allur við áreksturinn. Líklega og vonandi verður það til þess að húsið verði jafnað við jörðu, en það er nú álíka óhrjálegt og fyrir heimsókn bílsins í það. Rallökumaðurinn á í raun þökk fyrir að hefja niðurrif þess. Hvorki ökumaður né aðstoðarökumaður meiddust við áreksturinn og bíllinn er ekki svo mikið skemmdur. Sjá má áreksturinn í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent
Þegar rallökumenn missa stjórn á bílum sínum verður það oftast til þess að þeir eyðileggja bíla sína og enda gjarnan langt utan vegar. Sjaldgæfara er að þeir lendi á húsum og gereyðileggi þau. Það gerðist þó í þessum rallakstri, en þar ekur einn keppnisbílanna á gafl á húsi sem muna má fífil sinn fegurri. Húsið virðist reyndar að hruni komið áður en bíllinn klárar verkið, en gaflinn hrynur einfaldlega allur við áreksturinn. Líklega og vonandi verður það til þess að húsið verði jafnað við jörðu, en það er nú álíka óhrjálegt og fyrir heimsókn bílsins í það. Rallökumaðurinn á í raun þökk fyrir að hefja niðurrif þess. Hvorki ökumaður né aðstoðarökumaður meiddust við áreksturinn og bíllinn er ekki svo mikið skemmdur. Sjá má áreksturinn í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent