Sótmengun dísilbíla vanmetin Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2013 10:30 Svifryksmengun vill oft verða mikil á veturna í höfuðborginni. Á hverju hausti skapast mikil umræða um svifryk á höfuðborgarsvæðinu því á þeim tíma skipta bíleigendur yfir í vetrardekk og sumir þeirra á negld dekk. Nagladekkin eiga vænan hlut í þeirri svifmengun sem mælist og því eðlilegt að mælt sé á móti notkun þeirra þar sem sjladan sé þörf á negldum dekkjum í höfuðborginni. En það er fleira en nagladekk sem stuðla að svifryksmengun í borginni og aðrir áhrifaþættir vilja oft gleymast.Sótið leyst af uppspænt malbikNý rannsókn Vegagerðarinnar sýnir að hlutfall malbiks í svifryki hefur lækkað úr 55% niður í 17%. Aftur á móti hefur hlutfall sóts farið úr 7% í 30% frá því á árunum 1999 til 2002. Því vegur sót nú nær helmingi meira í svifryki en það malbik sem nagladekk spæna upp. Þessi breyting er nokkuð sláandi og hefur sót étið upp allan þann ávinning sem hlotist hefur af minnkandi notkun nagladekkja. Ástæðan fyrir aukinni sótmengun er talin vera sú að hlutfall dísilbíla hefur stóraukist frá árunum 1999-2002, auk þess sem bílaflotinn hefur stækkað um 28% á sama tíma. Afar skýrt dæmi um þetta má sjá er skoðaðar eru sölutölur nýrra bíla í síðasta mánuði, en í október seldust 231 dísildrifinn fólksbíll en 215 með bensínvél. Dísilbílar voru 52,6%, bensínbílar 43,4% og rafmagns-, tvinn- og metanbílar 4%. Þessar tölur má finna á heimasíðu Umferðarstofu.Helmingur nýrra bíla með dísilvélLíkja má þeirri breytingu sem orðið hefur í sölu dísilbíla hér á landi við byltingu. Um aldamótin síðustu voru það helst flutningabílar og önnuð vinnutæki sem voru með díslvélum, auk stöku jeppa og pallbíla. Nú er hinsvegar svo komið að annar hver fólksbíll sem seldur er er dísildrifinn. Þessi þróun er í takti við það sem gerst hefur í Evrópu og Japan, en í Bandaríkjunum hafa bílaframleiðendur og bíleigendur að mestu enn haldið sig við bensínbíla. Sótmengun frá dísilbílum er miklu meiri en frá bensínbílum og það sést best í tölunum áðurnefndu. Mikið er rætt um þá CO2 mengun sem stafar af bensínbílum, en minna rætt um þá sótmengun sem stafar af dísilbílum. Þó er það svo að sótmengunin er mun hættulegri heilsu manna en CO2 mengunin frá bensínbílum. Sót dísilbíla er á lista Evrópusambandsins sem eitt af krabbameinsvaldandi efnum og víst er að íbúar hérlendis, sem og á meginlandinu, anda að sér síauknu magni sóts og er það talið einn af áhrifaþáttum aukinna öndunarfærasjúkdóma og krabbameins. Eins og hrifning bíleigenda í Evrópu hefur verið á dísilbílum, lágri eyðslu þeirra og miklum togkrafti hefur minna borið á umræðunni um hversu heilsuspillandi þeir eru.Bensínvélarnar nálgast í eyðsluÁ undanförnum áratug hefur orðið mikil þróun í framleiðslu dísilbíla og eyðsla þeirra hefur minnkað svo undrum sækir. Má segja að dísilvélar hafi náð ákveðnu forskoti á bensínvélar, en það virðist þó vera að breytast aftur. Á allra síðustu árum hefur samskonar þróun orðið á bensínvélum og nú sjást slíkar vélar sem eru jafnokar dísilvéla í eyðslu. Því gæti sú þróun sem orðið hefur á sl. 10-15 árum þar sem helmingur allra seldra nýrra bíla er dísildrifinn hafa náð ákveðnu hámarki og bensíndrifnir bílar vinni aftur á, auk rafdrifinna bíla. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á orsakasamband á milli aukinnar dánartíðni og svifryksmengunar í borgum. Ekki hafa miklar slíkar rannsóknir farið fram á Íslandi en í einni fárra slíkra fannst samband á milli aukinnar asmalyfjanotkunar og svifryksmengunar. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent
Á hverju hausti skapast mikil umræða um svifryk á höfuðborgarsvæðinu því á þeim tíma skipta bíleigendur yfir í vetrardekk og sumir þeirra á negld dekk. Nagladekkin eiga vænan hlut í þeirri svifmengun sem mælist og því eðlilegt að mælt sé á móti notkun þeirra þar sem sjladan sé þörf á negldum dekkjum í höfuðborginni. En það er fleira en nagladekk sem stuðla að svifryksmengun í borginni og aðrir áhrifaþættir vilja oft gleymast.Sótið leyst af uppspænt malbikNý rannsókn Vegagerðarinnar sýnir að hlutfall malbiks í svifryki hefur lækkað úr 55% niður í 17%. Aftur á móti hefur hlutfall sóts farið úr 7% í 30% frá því á árunum 1999 til 2002. Því vegur sót nú nær helmingi meira í svifryki en það malbik sem nagladekk spæna upp. Þessi breyting er nokkuð sláandi og hefur sót étið upp allan þann ávinning sem hlotist hefur af minnkandi notkun nagladekkja. Ástæðan fyrir aukinni sótmengun er talin vera sú að hlutfall dísilbíla hefur stóraukist frá árunum 1999-2002, auk þess sem bílaflotinn hefur stækkað um 28% á sama tíma. Afar skýrt dæmi um þetta má sjá er skoðaðar eru sölutölur nýrra bíla í síðasta mánuði, en í október seldust 231 dísildrifinn fólksbíll en 215 með bensínvél. Dísilbílar voru 52,6%, bensínbílar 43,4% og rafmagns-, tvinn- og metanbílar 4%. Þessar tölur má finna á heimasíðu Umferðarstofu.Helmingur nýrra bíla með dísilvélLíkja má þeirri breytingu sem orðið hefur í sölu dísilbíla hér á landi við byltingu. Um aldamótin síðustu voru það helst flutningabílar og önnuð vinnutæki sem voru með díslvélum, auk stöku jeppa og pallbíla. Nú er hinsvegar svo komið að annar hver fólksbíll sem seldur er er dísildrifinn. Þessi þróun er í takti við það sem gerst hefur í Evrópu og Japan, en í Bandaríkjunum hafa bílaframleiðendur og bíleigendur að mestu enn haldið sig við bensínbíla. Sótmengun frá dísilbílum er miklu meiri en frá bensínbílum og það sést best í tölunum áðurnefndu. Mikið er rætt um þá CO2 mengun sem stafar af bensínbílum, en minna rætt um þá sótmengun sem stafar af dísilbílum. Þó er það svo að sótmengunin er mun hættulegri heilsu manna en CO2 mengunin frá bensínbílum. Sót dísilbíla er á lista Evrópusambandsins sem eitt af krabbameinsvaldandi efnum og víst er að íbúar hérlendis, sem og á meginlandinu, anda að sér síauknu magni sóts og er það talið einn af áhrifaþáttum aukinna öndunarfærasjúkdóma og krabbameins. Eins og hrifning bíleigenda í Evrópu hefur verið á dísilbílum, lágri eyðslu þeirra og miklum togkrafti hefur minna borið á umræðunni um hversu heilsuspillandi þeir eru.Bensínvélarnar nálgast í eyðsluÁ undanförnum áratug hefur orðið mikil þróun í framleiðslu dísilbíla og eyðsla þeirra hefur minnkað svo undrum sækir. Má segja að dísilvélar hafi náð ákveðnu forskoti á bensínvélar, en það virðist þó vera að breytast aftur. Á allra síðustu árum hefur samskonar þróun orðið á bensínvélum og nú sjást slíkar vélar sem eru jafnokar dísilvéla í eyðslu. Því gæti sú þróun sem orðið hefur á sl. 10-15 árum þar sem helmingur allra seldra nýrra bíla er dísildrifinn hafa náð ákveðnu hámarki og bensíndrifnir bílar vinni aftur á, auk rafdrifinna bíla. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á orsakasamband á milli aukinnar dánartíðni og svifryksmengunar í borgum. Ekki hafa miklar slíkar rannsóknir farið fram á Íslandi en í einni fárra slíkra fannst samband á milli aukinnar asmalyfjanotkunar og svifryksmengunar.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent