Grófar kynlífssenur í nýjustu stiklunni frá Lars Von Trier 22. nóvember 2013 22:00 Stikla í fullri lengd er nú loksins búið að gefa út fyrir nýjustu kvikmynd úr smiðju Lars Von Trier, Nymphomaniac. Myndin hefur vakið athygli fyrir grófar kynlífssenur. Þannig var tölvutækni notuð til að klippa höfuð aðalleikaranna við klámmyndaleikara, sem sáu um grófustu atriðin í myndinni. Einnig hefur Von Trier farið óhefðbundnar leiðir í kynningu á kvikmyndinni, meðal annars með því að gefa út plaggöt með myndum af aðalpersónum myndarinnar þar sem ein stjarna á hverju plaggati er við það að fá fullnægingu. Í myndinni leikur Charlotte Gainsbourg kynlífsfíkilinn Joe, sem segir erótíska sögu sína frá fæðingu til fimmtugs. Auk hennar koma fram í myndinni Shia LaBeouf, Stellan Skarsgard, Jamie Bell, Uma Thurman og Christian Slater. Nymphomaniac verður frumsýnd í Danmörku þann tuttugusta og fimmta desember, en það verður að öllum líkindum ljósbláa útgáfan af myndinni þar sem Lars Von Trier vill geyma grófari útgáfuna fyrir Cannes. Sagan segir að sú útgáfa sé fimm tíma löng. Stiklan fylgir fréttinni. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Stikla í fullri lengd er nú loksins búið að gefa út fyrir nýjustu kvikmynd úr smiðju Lars Von Trier, Nymphomaniac. Myndin hefur vakið athygli fyrir grófar kynlífssenur. Þannig var tölvutækni notuð til að klippa höfuð aðalleikaranna við klámmyndaleikara, sem sáu um grófustu atriðin í myndinni. Einnig hefur Von Trier farið óhefðbundnar leiðir í kynningu á kvikmyndinni, meðal annars með því að gefa út plaggöt með myndum af aðalpersónum myndarinnar þar sem ein stjarna á hverju plaggati er við það að fá fullnægingu. Í myndinni leikur Charlotte Gainsbourg kynlífsfíkilinn Joe, sem segir erótíska sögu sína frá fæðingu til fimmtugs. Auk hennar koma fram í myndinni Shia LaBeouf, Stellan Skarsgard, Jamie Bell, Uma Thurman og Christian Slater. Nymphomaniac verður frumsýnd í Danmörku þann tuttugusta og fimmta desember, en það verður að öllum líkindum ljósbláa útgáfan af myndinni þar sem Lars Von Trier vill geyma grófari útgáfuna fyrir Cannes. Sagan segir að sú útgáfa sé fimm tíma löng. Stiklan fylgir fréttinni.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira