Illa fer við hraðametstilraun Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2013 08:45 Uppþornuð stöðuvötn með marflötum botni er kjörinn vettvangur fyrir hraðametstilraunir. Á einu slíku í S-Kaliforníu reyndi ökuþórinn Brian Gillespie að slá hraðamet á Honda Insight bíl, en ekki vildi betur til en að hann missir stjórn á bílnum og fer óteljandi veltur, enda á 306 kílómetra ferð er það gerist. Hann hafði reyndar í fyrri tilraun náð 323 kílómetra hraða, en til stóð að bæta það er allt fór úrskeiðis. Bíll hans er tætlur einar eftir ósköpin, en það ótrúlega er að ökuþórinn slapp með minniháttar meiðsl. Sjá má þessa metnaðarfullu tilraun hans og hvernig fór í myndskeiðinu. Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent
Uppþornuð stöðuvötn með marflötum botni er kjörinn vettvangur fyrir hraðametstilraunir. Á einu slíku í S-Kaliforníu reyndi ökuþórinn Brian Gillespie að slá hraðamet á Honda Insight bíl, en ekki vildi betur til en að hann missir stjórn á bílnum og fer óteljandi veltur, enda á 306 kílómetra ferð er það gerist. Hann hafði reyndar í fyrri tilraun náð 323 kílómetra hraða, en til stóð að bæta það er allt fór úrskeiðis. Bíll hans er tætlur einar eftir ósköpin, en það ótrúlega er að ökuþórinn slapp með minniháttar meiðsl. Sjá má þessa metnaðarfullu tilraun hans og hvernig fór í myndskeiðinu.
Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent