„Klárlega biðarinnar og kuldans virði“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. desember 2013 20:02 Æstir aðdáendur Hringadróttinssögu biðu tímunum saman fyrir utan afþreyingarbúðina Nexus í nótt. Þetta gerðu þeir til að freista þess að næla sér í miða á sérstaka forsýningu á kvikmyndinni Hobbitanum tvö. Hátt í tvö hundruð manns biðu í röð fyrir utan Nexus þegar fréttastofu bar að garði klukkan rúmlega hálf ellefu í dag. Hörðustu aðdáendurnir höfðu þá beðið fyrir utan búðina frá því klukkan fjögur um nóttina. Mikil spenna var í loftinu og aðdáendur létu slabbið ekki á sig fá. Þeir klæddu sig eftir veðri og höfðu með sér heitt kakó og klappstóla. Það er ljóst að J.R.R. Tolkien, höfundur Hringadróttinssögu og Hobbitans, á sér stóran aðdáendahóp á Íslandi. Guðmundur Stefánsson er einn þeirra, en hann fékk sér húðflúr með texta úr sögunum. „Myndirnar eru það stór hluti af mínu lífi að ég ákvað bara að fá mér þetta tattú fyrir nokkrum árum,“ segir Guðmundur, sem kom beinustu leið af næturvakt í röðina og var mættur klukkan átta í morgun. „Þetta er klárlega biðarinnar og kuldans virði. Ekki spurning.“ Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Æstir aðdáendur Hringadróttinssögu biðu tímunum saman fyrir utan afþreyingarbúðina Nexus í nótt. Þetta gerðu þeir til að freista þess að næla sér í miða á sérstaka forsýningu á kvikmyndinni Hobbitanum tvö. Hátt í tvö hundruð manns biðu í röð fyrir utan Nexus þegar fréttastofu bar að garði klukkan rúmlega hálf ellefu í dag. Hörðustu aðdáendurnir höfðu þá beðið fyrir utan búðina frá því klukkan fjögur um nóttina. Mikil spenna var í loftinu og aðdáendur létu slabbið ekki á sig fá. Þeir klæddu sig eftir veðri og höfðu með sér heitt kakó og klappstóla. Það er ljóst að J.R.R. Tolkien, höfundur Hringadróttinssögu og Hobbitans, á sér stóran aðdáendahóp á Íslandi. Guðmundur Stefánsson er einn þeirra, en hann fékk sér húðflúr með texta úr sögunum. „Myndirnar eru það stór hluti af mínu lífi að ég ákvað bara að fá mér þetta tattú fyrir nokkrum árum,“ segir Guðmundur, sem kom beinustu leið af næturvakt í röðina og var mættur klukkan átta í morgun. „Þetta er klárlega biðarinnar og kuldans virði. Ekki spurning.“
Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira