Saab hóf framleiðslu á ný í gær Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2013 14:15 Saab 9-3 framleiddur í Trollhattan Næstum tveimur árum eftir gjaldþrot sænska bílaframleiðandans Saab hófst framleiðsla Saab bíla aftur í gær í verksmiðju Saab í Trollhattan. Þar verður 9-3 bíll Saab framleiddur, en sá bíll var helsti sölubíll Saab áður en fyrirtækið fór í þrot. Nýr eigandi Saab, National Elecric Vehicle Sweden, sem er í eigu aðila frá Hong Kong og Kína, ætlar að byrja með hóflegri framleiðslu bílsins í óbreyttri mynd. Á næsta ári verður svo hefðbundinni brunavél 9-3 skipt út fyrir rafmagnsmótorum. Þannig búinn er bíllinn fyrst ætlaður fyrir kínverskan bílamarkað og gæti hann fengið einhverja útlitsbreytingu að auki. Bílarnir sem framleiddir eru nú verða bæði seldir í Evrópu og Kína og hugsanlega eitthvað seinna í Bandaríkjunum. Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Hlýnar um helgina Veður Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent
Næstum tveimur árum eftir gjaldþrot sænska bílaframleiðandans Saab hófst framleiðsla Saab bíla aftur í gær í verksmiðju Saab í Trollhattan. Þar verður 9-3 bíll Saab framleiddur, en sá bíll var helsti sölubíll Saab áður en fyrirtækið fór í þrot. Nýr eigandi Saab, National Elecric Vehicle Sweden, sem er í eigu aðila frá Hong Kong og Kína, ætlar að byrja með hóflegri framleiðslu bílsins í óbreyttri mynd. Á næsta ári verður svo hefðbundinni brunavél 9-3 skipt út fyrir rafmagnsmótorum. Þannig búinn er bíllinn fyrst ætlaður fyrir kínverskan bílamarkað og gæti hann fengið einhverja útlitsbreytingu að auki. Bílarnir sem framleiddir eru nú verða bæði seldir í Evrópu og Kína og hugsanlega eitthvað seinna í Bandaríkjunum.
Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Hlýnar um helgina Veður Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent