Audi Q1 verður framleiddur Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2013 08:45 Í gær tilkynnti Audi að grænt ljós væri komið á framleiðslu Q1 jepplingsins og kemur hann á markað árið 2016. Hann verður sá minnsti í Q-röð jeppa og jepplinga fyrirtækisins sem nú telja þegar Q3, RS Q3, Q5, SQ5 og Q7 jeppann. Þessi smái jepplingur verður byggður á MQB undirvagninum og þá líklega af svipaðri stærð og er undir Audi A3 fólksbílnum. Hann verður smíðaður í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Ekki liggur fyrir hvort hann verður eins og bíllinn sem hér sést og fékk nafnið Audi Crosslane Coupe Concept, en vonandi verður svo því hann er ári smekklegur. Þessi ákvörðun Audi kemur ekki á óvart þar sem mikill vöxtur er í sölu á minni gerðum jepplinga og heimsbyggðin virðist alls ekki södd á jepplingum almennt. Q-lína Audi taldi 30% af heildarsölu Audi á síðasta ári og gæti enn vaxið með þessu útspili. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent
Í gær tilkynnti Audi að grænt ljós væri komið á framleiðslu Q1 jepplingsins og kemur hann á markað árið 2016. Hann verður sá minnsti í Q-röð jeppa og jepplinga fyrirtækisins sem nú telja þegar Q3, RS Q3, Q5, SQ5 og Q7 jeppann. Þessi smái jepplingur verður byggður á MQB undirvagninum og þá líklega af svipaðri stærð og er undir Audi A3 fólksbílnum. Hann verður smíðaður í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Ekki liggur fyrir hvort hann verður eins og bíllinn sem hér sést og fékk nafnið Audi Crosslane Coupe Concept, en vonandi verður svo því hann er ári smekklegur. Þessi ákvörðun Audi kemur ekki á óvart þar sem mikill vöxtur er í sölu á minni gerðum jepplinga og heimsbyggðin virðist alls ekki södd á jepplingum almennt. Q-lína Audi taldi 30% af heildarsölu Audi á síðasta ári og gæti enn vaxið með þessu útspili.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent