Daimler kaupir 5% í Aston Martin Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2013 13:45 Margir myndu gráta brotthvarf Aston Martin og vonandi að samstarfið við Mercedes Benz bæti afkomuna. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur keypt 5% hlut í breska sportbílaframleiðandanum Aston Martin. Þessum hlut fylgir ekki réttur til stjórnarsetu í Aston Martin. Kaupin koma í kjölfar þess að fyrirtækin tvö höfðu í júní síðastliðnum bundist samkomulagi um þróun og smíði V8 véla í bíla Aston Martin. Með samstarfinu getur Aston Martin lækkað kostnað við þróun véla í bíla sína og nýtur þeirrar tækniþekkingar sem býr í herbúðum AMG-deildar Mercedes Benz. Aston Martin hefur átt bágt með að fjármagna þróun nýrra bíla sinna á meðan keppinautur eins og Rolls Royce hefur notið fjármagns frá eigandi sínum, BMW. Sama á við Bentley, sem er í eigu Volkswagen. Því var Aston Martin nauðugur einn kostur, að hefja samstarf við stóran framleiðanda, eða verða undir í samkeppninni. Rekstur Aston Martin hefur ekki gengið alltof vel að undaförnu og seldi það aðeins 3.800 bíla í fyrra, 10% minna en árið áður. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs tapaði Aston Martin 4,6 milljörðum króna, en árið á undan færði fyrirtækinu 4 milljarða tap. Það er vonandi að samstarfið við Mercedes Benz muni breyta gæfu Aston Martin. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur keypt 5% hlut í breska sportbílaframleiðandanum Aston Martin. Þessum hlut fylgir ekki réttur til stjórnarsetu í Aston Martin. Kaupin koma í kjölfar þess að fyrirtækin tvö höfðu í júní síðastliðnum bundist samkomulagi um þróun og smíði V8 véla í bíla Aston Martin. Með samstarfinu getur Aston Martin lækkað kostnað við þróun véla í bíla sína og nýtur þeirrar tækniþekkingar sem býr í herbúðum AMG-deildar Mercedes Benz. Aston Martin hefur átt bágt með að fjármagna þróun nýrra bíla sinna á meðan keppinautur eins og Rolls Royce hefur notið fjármagns frá eigandi sínum, BMW. Sama á við Bentley, sem er í eigu Volkswagen. Því var Aston Martin nauðugur einn kostur, að hefja samstarf við stóran framleiðanda, eða verða undir í samkeppninni. Rekstur Aston Martin hefur ekki gengið alltof vel að undaförnu og seldi það aðeins 3.800 bíla í fyrra, 10% minna en árið áður. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs tapaði Aston Martin 4,6 milljörðum króna, en árið á undan færði fyrirtækinu 4 milljarða tap. Það er vonandi að samstarfið við Mercedes Benz muni breyta gæfu Aston Martin.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent