Nýr sportbíll Kia í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2013 11:30 Þessi mynd af nýja sportbílnum frá Kia sýnir ekki mikið. Fyrsti raunverulegi sportbíllinn frá Kia verður kynntur á bílasýningunni í Detroit sem hefst snemma í næsta mánuði. Kia cee´d GT er reyndar bíll með sportlega eiginleika, en hann er þó aðeins grimmari útgáfa af hefðbundnum fólksbíl. Þessi nýi sportbíll er með 2+2 sætisfyrirkomulagi og á að búa að mikilli akstursgetu og fimi. Bíllinn verður afturhjóladrifinn og með 1,6 lítra forþjöppudrifna vél. Ef þessi tilraunabíll verður smíðaður er það væntanlega til þess að keppa við Toyota GT86/Subaru BRZ, bíla sem kosta um 25.000 dollara í Bandaríkjunum. Kia hefur ekki sent frá sér mjög gefandi myndir af bílnum, en á meðfylgjandi mynd sjást þó útlínur hans að einhverju leiti. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent
Fyrsti raunverulegi sportbíllinn frá Kia verður kynntur á bílasýningunni í Detroit sem hefst snemma í næsta mánuði. Kia cee´d GT er reyndar bíll með sportlega eiginleika, en hann er þó aðeins grimmari útgáfa af hefðbundnum fólksbíl. Þessi nýi sportbíll er með 2+2 sætisfyrirkomulagi og á að búa að mikilli akstursgetu og fimi. Bíllinn verður afturhjóladrifinn og með 1,6 lítra forþjöppudrifna vél. Ef þessi tilraunabíll verður smíðaður er það væntanlega til þess að keppa við Toyota GT86/Subaru BRZ, bíla sem kosta um 25.000 dollara í Bandaríkjunum. Kia hefur ekki sent frá sér mjög gefandi myndir af bílnum, en á meðfylgjandi mynd sjást þó útlínur hans að einhverju leiti.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent