8 umdeildustu uppátæki Miley Cyrus árið 2013 Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. desember 2013 15:09 1. Forsíðan á V Magazine Miley Cyrus fullkomnaði „bad girl“ ímyndina þegar hún sat fyrir á forsíðu V Magazine í maí á þessu ári. Fyrrverandi Disney prinsessan sýndi fram á að hún væri ekki lengur unglingur, og sat fyrir í þröngu leðri og sýndi hold. Þessi myndataka var upphafið á uppátækjasömu ári hjá Miley Cyrus. 2. Þegar Miley kom fram á VMA-verðlaunahátíðinni Framkoma Miley Cyrus og Robin Thicke á VMA-verðlaunahátíðinni á árinu var án efa umtalaðasti flutningur ársins. Hvort sem það var framlag Robin Thickes, kynferðislegir tilburðir Cyrus á sviðinu, risastórir bangsar eða tungan á poppstjörnunni ungu var Miley á allra vörum. Mörgum þótti nóg um kynferðislegan flutning Miley og margir lýstu opinberlega yfir hneykslan sinni á tilburðum Miley á sviðinu. Þá var slegið met í tístum á samfélagsmiðlinum Twitter um atburðinn og flest voru þau á neikvæðum nótum.3. Wrecking Ball myndbandið Söngkonan Miley Cyrus hélt áfram að vekja athygli fyrir uppátæki sín og birti nýtt tónlistarmyndband á Youtube í september. Myndbandið við lagið Wrecking Ball má finna á plötunni Bangerz sem kom út í ár. Cyrus varð sífellt ófeimnari við að sýna sig á árinu og gekk lengra en nokkru sinni áður í nýja myndbandinu þar sem hún fer úr hverri spjör. Myndbandið sló met á Vevo en horft var á það 19,3 milljón sinnum á einum sólarhring. Myndbandið fór fyrir brjóstið á mörgum en Miley hafði þetta að segja:„Myndbandið er meira en ég bara nakin. Ef fólk getur hætt að einblína á hið augljósa, notað ímyndunaraflið og séð um hvað myndbandið fjallar í raun sér það hve viðkvæm ég er,” sagði Miley í viðtali við útvarpsmanninn Elvis Duran.4. Hætti með Liam HemsworthParið hittist fyrst við tökur á The Last Song árið 2009, en slitu trúlofun sinni í september á þessu ári. Fyrr á árinu höfðu þau hætt og byrjað aftur saman nokkrum sinnum. Orðrómur um að Hemsworth hefði ekki verið skemmt yfir æ djarfari uppátækjum Miley væri ástæðan bak sambandsslitanna flaug fjöllum hærra. Miley opnaði sig við spjallþáttastjórnandann Ellen um sambandsslitin. „Ég trúi því að þegar kafla lýkur þurfi maður að loka honum og byrja nýjan. Ég er þar núna. Að byrja á nýjum kafla.“5. Nakin á forsíðu Rolling Stone Þegar við vorum nokkuð viss um að það væri ekki hægt að sjá mikið meira af Miley Cyrus, fór hún aftur úr hverri spjör, í þetta sinn til þess að prýða forsíðu Rolling Stone Magazine. Þar með sýndi hún heiminum húðflúr sín, en hún fékk sér eitt nýtt á meðan á viðtalinu stóð: Rolling $tone á ilina.Í blaðinu ræðir Cyrus um VMA-flutninginn, þar sem hún viðurkennir að hafa gengið örlítið lengra en hún ætlaði sér í atriðinu með Robin Thicke. Hún segir jafnframt að henni finnist skrítið að lítil sem engin umræða hafi átt sér stað varðandi hegðun Thicke. „Það talar enginn um manninn sem stendur þarna við rassinn á mér. Það er bara rætt um þann sem beygir sig niður,“ segir Cyrus í viðtalinu.6. Rifrildið við Sinead O'Conor Þó að svo virtist sem allur heimurinn hefði skoðun á Miley Cyrus, var það söngkonan Sinead O'Conor sem veitti poppstjörnunni ungu tiltal, öllum að óvörum, í formi opinna bréfa.O‘Connor sagðist í bréfunum hafa áhyggjur af Miley og vilja miðla af áratugareynslu sinni í bransanum, til þess að hjálpa henni á rétta braut.Miley gaf ekki mikið út á tilraunir O'Connors til að rétta fram hjálparhönd, heldur fór á samfélagsmiðilinn Twitter þar sem hún vakti athygli á gömlum færslum frá Sinead O'Connor, en sú hefur glímt við geðhvarfasýki um langt skeið.Úr varð opinbert rifrildi poppstjarnanna tveggja á milli.7. Bangerz og textarnir Miley gaf loksins út plötuna Bangerz, sem hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Platan fékk almennt góða dóma, en ekki voru allir á par sáttir með textana. Þá vakti lagið We Can't Stop meðal annars mikla athygli fyrir textann. Margir vilja meina að Miley Cyrus vísi í eiturlyfið MDMA, sem oft er kallað Molly. Söngkonan unga þverneitar fyrir það og segir textann vera „Dancing with Miley,“ en ekki „Dancing with Molly.“ Enn fremur halda því ýmsir fram að Cyrus tali einnig um línur af kókaíni í laginu. „And everyone in line in the bathroom, trying to get a line in the bathroom,“ - en Cyrus segir þetta vísa í biðraðir á klósettum, frekar en eiturlyf. Sjálf hefur Cyrus verið dugleg að láta sjá sig á skemmtistöðum og börum víða, í misjöfnu ástandi. Þetta hefur verið til að ýta undir orðróma þess efnis að Miley misnoti eiturlyf.8. Myndatakan með Terry Richardson Það virðast allir vilja fara í eina sæng með Terry Richardson, og stjörnur á borð við Lady Gaga og Lindsay Lohan voru á undan Miley í myndatökur hjá ljósmyndaranum umdeilda, en þegar kom að Miley voru viðbrögðin gríðarleg.Í myndatöku sem gæti mögulega verið sú umdeildasta frá upphafi, sáum við Miley í engu nema netasokkabuxum í kynferðislegum stöðum. List eða klám? Það voru ekki allir sammála um hvort var. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
1. Forsíðan á V Magazine Miley Cyrus fullkomnaði „bad girl“ ímyndina þegar hún sat fyrir á forsíðu V Magazine í maí á þessu ári. Fyrrverandi Disney prinsessan sýndi fram á að hún væri ekki lengur unglingur, og sat fyrir í þröngu leðri og sýndi hold. Þessi myndataka var upphafið á uppátækjasömu ári hjá Miley Cyrus. 2. Þegar Miley kom fram á VMA-verðlaunahátíðinni Framkoma Miley Cyrus og Robin Thicke á VMA-verðlaunahátíðinni á árinu var án efa umtalaðasti flutningur ársins. Hvort sem það var framlag Robin Thickes, kynferðislegir tilburðir Cyrus á sviðinu, risastórir bangsar eða tungan á poppstjörnunni ungu var Miley á allra vörum. Mörgum þótti nóg um kynferðislegan flutning Miley og margir lýstu opinberlega yfir hneykslan sinni á tilburðum Miley á sviðinu. Þá var slegið met í tístum á samfélagsmiðlinum Twitter um atburðinn og flest voru þau á neikvæðum nótum.3. Wrecking Ball myndbandið Söngkonan Miley Cyrus hélt áfram að vekja athygli fyrir uppátæki sín og birti nýtt tónlistarmyndband á Youtube í september. Myndbandið við lagið Wrecking Ball má finna á plötunni Bangerz sem kom út í ár. Cyrus varð sífellt ófeimnari við að sýna sig á árinu og gekk lengra en nokkru sinni áður í nýja myndbandinu þar sem hún fer úr hverri spjör. Myndbandið sló met á Vevo en horft var á það 19,3 milljón sinnum á einum sólarhring. Myndbandið fór fyrir brjóstið á mörgum en Miley hafði þetta að segja:„Myndbandið er meira en ég bara nakin. Ef fólk getur hætt að einblína á hið augljósa, notað ímyndunaraflið og séð um hvað myndbandið fjallar í raun sér það hve viðkvæm ég er,” sagði Miley í viðtali við útvarpsmanninn Elvis Duran.4. Hætti með Liam HemsworthParið hittist fyrst við tökur á The Last Song árið 2009, en slitu trúlofun sinni í september á þessu ári. Fyrr á árinu höfðu þau hætt og byrjað aftur saman nokkrum sinnum. Orðrómur um að Hemsworth hefði ekki verið skemmt yfir æ djarfari uppátækjum Miley væri ástæðan bak sambandsslitanna flaug fjöllum hærra. Miley opnaði sig við spjallþáttastjórnandann Ellen um sambandsslitin. „Ég trúi því að þegar kafla lýkur þurfi maður að loka honum og byrja nýjan. Ég er þar núna. Að byrja á nýjum kafla.“5. Nakin á forsíðu Rolling Stone Þegar við vorum nokkuð viss um að það væri ekki hægt að sjá mikið meira af Miley Cyrus, fór hún aftur úr hverri spjör, í þetta sinn til þess að prýða forsíðu Rolling Stone Magazine. Þar með sýndi hún heiminum húðflúr sín, en hún fékk sér eitt nýtt á meðan á viðtalinu stóð: Rolling $tone á ilina.Í blaðinu ræðir Cyrus um VMA-flutninginn, þar sem hún viðurkennir að hafa gengið örlítið lengra en hún ætlaði sér í atriðinu með Robin Thicke. Hún segir jafnframt að henni finnist skrítið að lítil sem engin umræða hafi átt sér stað varðandi hegðun Thicke. „Það talar enginn um manninn sem stendur þarna við rassinn á mér. Það er bara rætt um þann sem beygir sig niður,“ segir Cyrus í viðtalinu.6. Rifrildið við Sinead O'Conor Þó að svo virtist sem allur heimurinn hefði skoðun á Miley Cyrus, var það söngkonan Sinead O'Conor sem veitti poppstjörnunni ungu tiltal, öllum að óvörum, í formi opinna bréfa.O‘Connor sagðist í bréfunum hafa áhyggjur af Miley og vilja miðla af áratugareynslu sinni í bransanum, til þess að hjálpa henni á rétta braut.Miley gaf ekki mikið út á tilraunir O'Connors til að rétta fram hjálparhönd, heldur fór á samfélagsmiðilinn Twitter þar sem hún vakti athygli á gömlum færslum frá Sinead O'Connor, en sú hefur glímt við geðhvarfasýki um langt skeið.Úr varð opinbert rifrildi poppstjarnanna tveggja á milli.7. Bangerz og textarnir Miley gaf loksins út plötuna Bangerz, sem hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Platan fékk almennt góða dóma, en ekki voru allir á par sáttir með textana. Þá vakti lagið We Can't Stop meðal annars mikla athygli fyrir textann. Margir vilja meina að Miley Cyrus vísi í eiturlyfið MDMA, sem oft er kallað Molly. Söngkonan unga þverneitar fyrir það og segir textann vera „Dancing with Miley,“ en ekki „Dancing with Molly.“ Enn fremur halda því ýmsir fram að Cyrus tali einnig um línur af kókaíni í laginu. „And everyone in line in the bathroom, trying to get a line in the bathroom,“ - en Cyrus segir þetta vísa í biðraðir á klósettum, frekar en eiturlyf. Sjálf hefur Cyrus verið dugleg að láta sjá sig á skemmtistöðum og börum víða, í misjöfnu ástandi. Þetta hefur verið til að ýta undir orðróma þess efnis að Miley misnoti eiturlyf.8. Myndatakan með Terry Richardson Það virðast allir vilja fara í eina sæng með Terry Richardson, og stjörnur á borð við Lady Gaga og Lindsay Lohan voru á undan Miley í myndatökur hjá ljósmyndaranum umdeilda, en þegar kom að Miley voru viðbrögðin gríðarleg.Í myndatöku sem gæti mögulega verið sú umdeildasta frá upphafi, sáum við Miley í engu nema netasokkabuxum í kynferðislegum stöðum. List eða klám? Það voru ekki allir sammála um hvort var.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira